Hoppa yfir í efni

Forsendur Launaseðils

Hér er bæði hægt að stilla upp launaliðum sem eru breytilegir milli útborgana eða lesa inn launaliði úr excel.

Einnig er hægt að breyta taxta eða magni á föstum launaliðum áður en að launaseðill er endanlega reiknaður.

1. Í útborgun er valið Forsendur launaseðils - Forsendur launaseðils listi eða Forsendur launaseðils - Forsendur launaseðils -starfsmenn.

alt text

2. Ef smellt er á „Já“ eru allir allir launaliðir sem ekki eru útreiknaðir sóttir á forsendur launaseðils, annars opnast síðan tóm.

alt text alt text

3. Hægt er svo að velja Nýtt til að skrá launalið handvirkt á hvern starfsmann.

4. Ef Nei var valið í að sækja launaliði fyrir alla starfsmenn þá er enn hægt að nota aðgerðina Sækja alla til þess að lesa inn launaliði.

5. Einnig er hægt að velja aðgerðina Lesa inn launaliði til þess að nota þetta skjal til að lesa inn Excel skjal af launaliðum.

Efsta línan í skjalinu eru dálkaheiti, má ekki eyða. Næst efsta línan útskýrir reglur skjalsins, sumir reitir mega vera auðir. Það þarf að eyða þessari línu þegar innlestur er framkvæmdur.