Launaliður
Hér er um að ræða launaliðaspjald
Almennt
Kóti
Kóti launaliðs. Launaliðir 000 – 899 eru fráteknir fyrir kerfið. Fyrirtæki mega stofna nýja launaliði að þörfum á bilinu 900-999.
Lýsing
Lýsing launaliðs.
Röðun
Röðun á launaseðli.
Tegund
Tegund launaliðs, getur verið launaliður, frádráttur, skattur eða annað. Stýrir í hvaða kafla á launaseðli viðkomandi launaliður birtist.
RSK flokkun
Getur verið laun eða ökutækjastyrkur.
Uppsetning
Tímaskráning
Ef hakað er í þennann reit þá er það launaliður sem tilheyrir tímaskráningu og þ.a.l notaður í tímaskráningarkerfi.
Nota hlutfall
Ef hakað er í þennan reit þá reiknast heildin sem hlutfall af einum. Dæmi 0.7 í mánaðarlaunum væri jafngilt 70% vinnu unnin.
Magn frá tímaskráningu
Ef hakað er í þennan reit þá uppfærist magnið út frá tímaskráningu samhliða öðrum launum. T.d. bifreiðarstyrkur fylgir vinnu sem var unnin.
Reikna staðfr. afslátt
Ef hakað er í þennann reit mynda fjárhæðir í þessum launalið stofn til útreiknings staðgreiðsluafsláttar.
Reikna tryggingagjald
Ef hakað er í þennann reit mynda fjárhæðir í þessum launalið stofn til útreiknings staðgreiðsluskatts.
Öfug fornmerki á launaseðill
Ef hakað er í þennann reit þá er öfugt formerki sett á upphæðir þegar launaseðill er prentaður.
Birta magn á launaseðill
Ef hakað er í þennann reit þá á að birta einingu / fjölda á launaseðli.
Reikna lífeyrissj.
Ef hakað er í þennann reit mynda fjárhæðir í þessum launalið stofn til útreiknings á iðgjöldum til lífeyrissjóða.
Reikna félagsgjöld
Ef hakað er í þennann reit þá reiknast félagsgjald af þessum launalið.
Sleppa fjárhagsbókun
Ef hakað er í þennann reit á þá ekki að bóka þennan launalið í fjárhag (varúð!).
Bæta við launaseðill handvirkt
Ef hakað er í þennann reit er þá leyfilegt að bæta þessum launalið við launaseðil handvirkt.
Sleppa á launaseðli
Ef hakað er í þennann reit þá birtist launaliður ekki á launaseðli.
Reikna endurgjald
Ef hakað er í þennann reit þá á reiknaður frádráttur Sérhæfður reitur við um dagpeninga og bifreiðahlunnindi (mótfærslu).
Reiknaður frádráttur
Ef hakað er í þennann reit þá er launaliðurinn frádráttarliður og fyllir í upphæð frádráttar í launalínu við útreikning á launum.
Krafa um kröfuaðila
Hægt að skylda launalið við að kröfuaðili sé valinn, td. Lífeyrissjóður – þá má einungis velja kröfuaðila af tegundinni lífeyrissjóður. Annars eru möguleikarnir: Stéttarfélag, Banki, Innheimtuaðili og Annað.
Forðahreyfingar
Ef hakað er í þennann reit þá er það notað í útreikningi á launaseðli fyrir tímavinnu (kerfið leitar í forðafærslum).
Tegund vinnu
Ef hakað er í forðahreyfingar þá er tegund vinnu notuð í afmörkuninni á forðafærslum.
Sækja viðskiptamannastöðu
Ef hakað er í þennann reit þá á launaliður að sækja stöðu viðskiptareiknings.
Tegund viðsk.mannareikn. allt
Notað þegar verið er að reikna viðskiptamannastöðu, verið að bera saman þetta gildi við alla tegundir fylgiskjals á viðskiptamannafærslu.
Tegund viðsk.mannareikn. reikningur
Notað þegar verið er að reikna viðskiptamannastöðu, verið að bera saman þetta gildi við tegund fylgiskjals á viðskiptamannafærslu sem Reikningur.
Tegund viðsk.mannareikn. kredit
Notað þegar verið er að reikna viðskiptamannastöðu, verið að bera saman þetta gildi við tegund fylgiskjals á viðskiptamannafærslu sem Kreditreikningur.
Tegund viðsk.mannareikn. greiðsla
Notað þegar verið er að reikna viðskiptamannastöðu, verið að bera saman þetta gildi við tegund fylgiskjals á viðskiptamannafærslu sem Greiðsla.
Tegund viðsk.mannareikn. endurgreiðsla
Notað þegar verið er að reikna viðskiptamannastöðu, verið að bera saman þetta gildi við tegund fylgiskjals á viðskiptamannafærslu sem Endurgreiðsla.
Tegund viðsk.mannareikn. autt
Notað þegar verið er að reikna viðskiptamannastöðu, verið að bera saman þetta gildi (tómt) við tegund fylgiskjals á viðskiptamannafærslu.
Ástæðukóti viðskiptamanns
Er notað í afmörkun á viðskiptamannfærslu (reitur Ástæðukóti þar) þegar verið er að reikna stöðu viðskiptamanns í útreikningi á frádrætti.
Nota gjalddaga
Ef hakað er í þennan reit, þá er gjalddagi notaður þegar verið er að reikna viðskiptamannaskuld, afmarkað á gjalddaga í viðskiptamannafærslu. Gildið kemur úr útborguninni, reiturinn Dags. til.
Orlofsuppsetning
Tegund orlofs
Val á milli Dagvinna eða Yfirvinna.
Sérstillingar
Nr. launamiða
Númer á launamiða.
Röð launamiða
Röðun á launamiða fyrir innsendingu til RSK.
Tegund lífeyrissjóðs
Skilgreining á upphæð fyrir lífeyrissjóði. Fastsettir kóðar skv. Skilagrein.is.
Taka með í kjararannsókn
Ef hak er sett í þennan reit verður launaliður tekinn með í kjararannsókn.
Bókun
Tegund lykils
Valmöguleikar eru Fjárhagsreikningur, Viðskiptamaður, Lánardrottinn.
Nr. reiknings
Númer reiknings. Ef fjárhagsreikningur er valinn í tegund lykils þá númer fjárhagsreiknings.
Aðgerðir
Launafærslur
Opnar launafærslur fyrir þennan launalið. Sjá nánari lýsingu hér.
Launaliðir starfsmanns
Opnar launalínur starfsmanna fyrir þennan launalið. Sjá nánari lýsingu hér.
Launaliður saga breytinga
Opnar breytingarskrá fyrir þennan launalið Sjá nánari lýsingu hér
Uppfæra taxta
Opnar síðu sem leyfir manni að uppfæra taxta á þessum launalið fyrir alla starfsmenn. Sjá nánar hér
Heim
Afrita launalið
Þegar nýr launaliður er stofnaður/afritaður þarf að passa að nr. á launamiða sé tilgreint þar sem sá reitur stýrir hvernig skil til skattsins um áramót séu háttuð.