Senda launaseðla til banka
Um er að ræða aðgerðir sem senda launaseðla tiltekinnar útborgunar til bankanna og gerir þá aðgengilega í heimabanka launþega.
Forsendur
- Bankakerfi Rue de Net þarf að vera sett upp.
- Rue de Net BankDocs, undirkerfi Bankakerfis Rue de Net, þarf að vera sett upp.
- Rue de Net Payroll Banking viðbótin þarf að vera sett upp.
- Búið þarf að vera að stilla skýrslu Launaseðla á síðunni Launakerfisgrunnur í reitnum Launaseðill. Þar er reitinn bæði að finna undir Almennt og undir Banki -> Launaseðlar í banka. Til að skoða útlit launaseðla er hægt að fara í Launaseðil og smella á Prenta launaseðil.
-
Sækja þarf um að geta sent PDF launaseðla með tilteknum BC bankanotanda í gegnum þjónustuaðila hjá viðeigandi banka. (Athugið að kerfið styður einnig XML launaseðla sem þyrfti þá að sækja um í staðinn. Þeir notast við stílsnið sem skráð er nú hjá bönkunum og RB undir nafninu DEFL-001. Mælt er með að nýta sér PDF launaseðlavirknina í staðinn sem er nýrri og byggist á BC skýrslum. Þetta er stillt undir Launakerfisgrunnur -> Banki -> Launaseðlar í banka.)
-
Stilla þarf hvaða bankareikningur er notaður til auðkenningar þegar launaseðlarnir eru sendir. Þetta er stillt í reitnum Bankareikningsnr. undir Launakerfisgrunnur -> Banki -> Launaseðlar í banka.
Virkni aðgerða
Eins og áður segir er markmið aðgerðanna að senda launaseðla til bankanna og gera þá aðgengilega í heimabanka launþega.
Áður en launaseðlar eru sendir með þessum hætti þarf að vera búið að villuprófa og loka útborguninni sem seðlarnir tilheyra.
Sending launaseðla er aðgengileg í Útborganalista í gegnum Senda alla launaseðla til banka aðgerð, en einnig má senda seðlana til banka í gegnum þess til gerðar aðgerðir í launaseðlalista eða á launaseðilsspjaldi. Þá er hægt að velja á milli þess að senda alla, valda eða ósenda launaseðla.
Ef sending tókst fær notandi skilaboð þess efnis og þeir launaseðlar sem voru sendir merkjast með hakinu Launaseðill sendur í banka.
Ef um marga launaseðla er að ræða sendir kerfið þá í bunkum til bankanna. Þá getur hugsast að upp komi það tilfelli að suma bunka takist að senda en aðra ekki. Skilaboð þess efnis birtast notanda eftir að aðgerð er keyrð.
Ósendir seðlar eru aðgengilegir í reitnum "Ósendir seðlar" í Útborganir síðunni en þar er t.d. hægt að opna ósendu seðlana og reyna sendingu aftur.
Sending tókst ekki - dæmi um algenga villu
Ef þessi villa kemur upp þegar aðgerðin er keyrð, um að aðgerðin hafi ekki verið afgreidd af neinum áskrifanda og búið er að ganga úr skugga um að BankDocs sé uppsett, er líkleg skýring að uppsetningu á bankareikningi sem notaður er til að senda launaseðla sé ábótavant. Bankareikningurinn er sem áður segir stilltur undir Launakerfisgrunnur -> Banki -> Launaseðlar í banka í reitnum Bankareikningsnr.
Villan gefur til kynna að það eigi eftir að tengja bankareikninginn við RdN bankaþjónustu sem styður innsendingar skjala (Arion - tegund arion, Landsbankinn - tegund li, Íslandsbanki - tegund isb.).
Launaseðlar leiðréttir eftir sendingu
Ef upp kemur að leiðrétta þarf launaseðla eftir að búið er að senda þá til bankanna þá er ekkert því til fyrirstöðu að senda þá aftur.
Þegar seðlar sömu útborgunar eru sendir aftur eru þeir yfirskrifaðir hjá Reiknistofu Bankanna í stað þess að nýir stofnist.