Launaliðir
Hér er um að ræða listi yfir alla launaliðir í launakerfinu.
Hér er listi yfir allar gerðir af launaliðum, frádráttarliðum, sköttum ofl. Hér eru tengingar við bókhaldslykla ofl.
Listinn sýnir alla liði og helstu rofa. Hægt er að stofna nýjan lið og breyta með stöðluðu hnöppunum; Nýtt og Breyta.
Launaliðir 100 – 899 eru fráteknir fyrir staðlaða kerfið sem auðveldar uppfærslur. 900 – 999 eru hugsaðir fyrir sérhæfða launaliði hjá hverju fyrirtæki.
Kóti
Kóti launaliðs. Launaliðir 000 – 899 eru fráteknir fyrir kerfið. Fyrirtæki mega stofna nýja launaliði að þörfum á bilinu 900-999.
Lýsing
Lýsing launaliðs.
Tímaskráning
Ef hakað er í þessum reit þá er það launaliður sem tilheyrir tímaskráningu og þ.a.l notaður í tímaskráningarkerfi.
Reikna staðfr. afslátt
Ef hakað er í þessum reit mynda fjárhæðir í þessum launalið stofn til útreiknings staðgreiðsluafsláttar.
Reikna tryggingagjald
Ef hakað er í þessum reit mynda fjárhæðir í þessum launalið stofn til útreiknings staðgreiðsluskatts.
Öfug fornmerki á launaseðill
Ef hakað er í þessum reit þá er 0öfugt formerki sett á upphæðir þegar launaseðill er prentaður.
Birta magn á launaseðill
Ef hakað er í þessum reit þá á að birta einingu / fjölda á launaseðli.
Reikna lífeyrissj.
Ef hakað er í þessum reit mynda fjárhæðir í þessum launalið stofn til útreiknings á iðgjöldum til lífeyrissjóða.
Tegund lífeyrissjóðs
Tegunda merking fyrir lífeyrissjóð, tengist rafrænum skilum til lífeyrissjóðs.
Reikna félagsgjöld
Ef hakað er í þessum reit þá reiknast félagsgjald af þessum launalið.
Bæta við launaseðill handvirkt
Ef hakað er í þessum reit er þá leyfilegt að bæta þessum launalið við launaseðil handvirkt.
Sleppa fjárhagsbókun
Ef hakað er í þessum reit á þá ekki að bóka þennan launalið í fjárhag (varúð!).
Tegund orlofs
Val á milli Dagvinna eða Yfirvinna.
Sækja viðskiptamannastöðu
Ef hakað er í þessum reit þá á launaliður að sækja stöðu viðskiptareiknings.
Sleppa á launaseðli
Ef hakað er í þessum reit þá birtist launaliður ekki á launaseðli.
Birta á skýrslu
Ef hakað er í þessum reit þá birtist samtölu launaliðs á launaseðli, sundurliðun launa árs.
Aðgerðir
Afrita launalið
Þegar nýr launaliður er stofnaður/afritaður þarf að passa að nr. á launamiða sé tilgreint þar sem sá reitur stýrir hvernig skil til skattsins um áramót séu háttuð.
Færslur
Opnar launafærslur fyrir þennan launalið. Sjá nánari lýsingu hér.
Launalínur starfsmanna
Opnar launalínur starfsmanna fyrir þennan launalið. Sjá nánari lýsingu hér.