Hoppa yfir í efni

Launakerfisgrunnur

Uppsetning

Til að fá inn gögn og grunnstillingar er farið í Aðgerðir -> Uppsetningargögn

Launakerfisgrunnur

Gluggi fyrir grunnuppsetningarskrá launakerfis.

alt text

Almennt

Númeraröð útborgunar

Númeraröð útborgunnar, td. Ú22-00001.

Launaseðill

Ef búið er að aðlaga skýrslu fyrir prentun á launaseðlum má tilgreina skýrslunúmer hér.

Kjarasamningur virkur

Ef nota á kjarasamninga í kerfinu.

Tegund launareiknings

Reikningur notaður fyrir bókun launa í fjárhag. Möguleikar eru Fjárhagslykill, Banki, Viðskiptamaður og Lánardrottinn.

Launareikningur

Bankareikningur fyrir greiðslu launa ef tegund er bankareikningur. Annars fjárhagslykill eða viðskiptamaður eða lánardrottinn.

Sjálfvirk stofnun launaseðla

Haka á í þennan reit ef stofna á launaseðla strax og útborgun er stofnuð. Hentar minni fyrirtækjum þar sem allir eru með föst laun.

Ítarlegir launaseðlar

Stýrir hvort launaseðlar dragast saman per launalið eða hvort launaseðlar séu sundurliðaðir.

Útgerð

Ef hak er sett í þennan reit, þá virkjast viðbótar valliðir í kerfinu vegna sjómannalaun.

Tímaskráning

Tímaskráning notar verk/verkhluta

Hakað er í þennan reit ef skrá á vinnu á verk og verkhluta.

Tímaskr. Sækja launalið starfsm.

Hakað er í þennan reit ef sækja á inn launaliði á starfsmanni.

Fjöldi klst í vinnudegi

Þessi reitur tilgreinir fjölda klukkustunda í heilum vinnudegi.

Staðfesta netföng launaseðla

Hakað er í þennan reit ef á að staðfest að netföng launaseðla séu gild.

Útborgun upphafsdags. mánaðar:

T.d. ef á að borga út fyrsta dag hvers mánaðar, er sett inn 1.

Útborgun dags.formúla

Getur verið valið í staðinn fyrir upphafsdags. mánaðar, t.d. 3d og þá verður borgað út á þriðja degi hvers mánaðar.

Uppsetning launaliða

Launaliður persónuafsláttar

Launaliður fyrir persónuafslátt.

Maki launaliður persónuafsláttar

Launaliður fyrir persónuafslátt maka.

Launaliður tryggingagjald

Launaliður fyrir tryggingagjald.

Launaliður lífeyrissjóðs

Launaliður fyrir lífeyrissjóð.

Viðb. lífeyrissjóðs launaliður

Launaliður fyrir viðbótarlífeyrissparnað.

Launaliður Orlof dagvinnu

Launaliður fyrir orlof á dagvinnu.

Launaliður Orlof yfirvinnu

Launaliður fyrir orlof á yfirvinnu.

Launaliður greidda orlofa

Launaliður fyrir greidda orlofa.

Launaliður bifreiðahlunninda

Launaliður bifreiðahlunninda.

Starfsmannaupplýsingar

Stofna orlofsfærslur

Hakað er í þennan reit ef það eiga að stofnast færslur eða hreyfingar á orlofi. Söfnun út frá skráðri vinnu á forsendum launaseðils. Notkun út frá tímaskráningu á verkhluta.

Orlofssöfnun Launaliður

Tilgreinir launaliðinn sem notaður er á launaseðli til þess að birta uppsafnað orlof.

Orlofssöfnun laust til notkunar launaliður

Tilgreinir launaliðinn sem er notaður á launaseðli til þess að birta orlof sem laust er til notkunar.

Orlofsverknr.

Tilgreinir verkið sem inniheldur verkliðinn fyrir skráningu á notkun uppsafnaðs orlofs.

Orlof verkhluti nr.

Tilgreinir verkliðinn sem notkun orlofs er skráð á.

Aðrir verkhlutar orlofs

Tilgreinir fjölda verkhluta sem tengdir eru við orlof. Hægt er að smella á töluna til þess að sjá þá verkhluta og/eða stofna fleiri.

Orlof á launaseðli

Hakað er í þennan reit ef birta á upplýsingar um stöðu orlofs á launaseðli.

Stofna veikindafærslur

Hakað er í þennan reit ef stofna á færslur eða hreyfingar um stöðu veikinda.

Veikindi verknr.

Tilgreinir verkið sem inniheldur verkliðinn sem veikindi eru skráð á.

Veikindi verkhluti nr.

Tilgreinir verkliðinn sem veikindi eru skráð á.

Aðrir verkhlutar veikinda

Tilgreinir fjölda verkhluta sem tengdir eru við veikindi. Hægt er að smella á töluna til þess að sjá þá verkhluta og/eða stofna fleiri.

Færslur f. Styttingu Vinnuvikunnar

Hakað er í þennan reit ef það eiga að stofnast færslur eða hreyfingar fyrir styttingu vinnuvikunnar. Söfnun út frá skráðri vinnu á forsendum launaseðils. Notkun út frá tímaskráningu á verkhluta.

Stytting vinnuvikunnar á launaseðli

Hakað er í þennan reit ef birta á upplýsingar um stöðu styttingu vinnuvikunnar á launaseðli.

Uppsöfnuð stytting vinnuvikunnar rennur út

Tilgreinir hvenær uppsöfnuð stytting vinnuvikunnar rennur út. Notað við reikning á stöðu styttingu vinnuvikunnar. Ef valið er Árlega er bara litið á færslur frá 1. jan. Ef valið er mánaðarlega er eingöngu litið á færslur þessa mánaðar.

Söfnun styttingu vinnuvikunnar á dag.

Tilgreinir hversu margar klst eru safnaðar á hvern heila vinnudag.

Stytting vinnuvikunnar verknr.

Tilgreinir verkið sem inniheldur verkliðinn fyrir skráningu á notkun styttingu vinnuvikunnar.

Stytting vinnuvikunnar verkhluti nr.

Tilgreinir verkliðinn sem notkun styttingu vinnuvikunnar er skráð á.

Aðrir verkhlutar styttingu vinnuvikunnar

Tilgreinir fjölda verkhluta sem tengdir eru við styttingu vinnuvikunnar. Hægt er að smella á töluna til þess að sjá þá verkhluta og/eða stofna fleiri.

Stytting vinnuvikunnar launaliður

Tilgreinir launaliðinn sem er notaður á launaseðli til þess að birta styttingu vinnuvikunnar sem laust er til notkunar.

RSK

RSK veflykill

Veflykill fyrir samskipti við RSK.

RSK samskipti prófun

Hvort samskipti við RSK séu í prófun (á ekki að vera virkt venjulega).

Tegund greiðslureiknings

Tegund greiðslureiknings vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds – fjárhagur / bankareikningur / viðskiptamaður / lánardrottinn.

Skattstofa

Númer fjárhagsreiknings vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds. Bankareikningur ef tegund er bankareikningur. Annars viðskiptamaður eða lánardrottinn.

Tölvupóstur launagr.

Netfang launafulltrúa vegna kvittana frá RSK eftir vefskil.

RSK villuathugun

Eru RSK samskipti í villuleit (á ekki að vera virkt venjulega).

RSK tölvupóstur

Netfang vegna eftirágreiddra skatta þar sem ekki er notað vefþjónustu í þessari virkni (vanalega tbrkrafa@runuvinnsla.is).

RSK launaliður frádráttar

Launaliður vegna eftirágreiddra skatta.

RSK kóti kröfuaðila

Kröfuaðili vegna eftirágreiddra skatta.

Sjálfgildi

Viðskiptamaður stofnaður út frá starfsmanni

Sjálfgefinn bókunarflokkur viðskm.

Sjálfgefinn bókunarflokkur viðskiptamanns þegar starfsmaður er stofnaður sem viðskiptamaður.

Sjálfgefinn alm. viðsk. bókunarflokkur

Sjálfgefinn alm. viðsk. bókunarflokkur þegar starfsmaður er stofnaður sem viðskiptamaður.

Sjálfg. VSK-viðsk.bókunarfl.

Sjálfgefinn VSK-viðsk.bókunarfl. þegar starfsmaður er stofnaður sem viðskiptamaður.

Sjálfgefinn bókunarflokkur lánardr.

Sjálfgefinn bókunarflokkur lánardrottins þegar starfsmaður er stofnaður sem lánardrottinn.

Forði stofnaður út frá starfsmanni

Sjálfgefin grunmælieining forða

Sjálfgefin grunnmælieining forða þegar starfsmaður er stofnaður sem forði.

alt text

Bókun

Sjálfvirk fjárhagsbókun

Þegar útborgun er bókuð – bóka beint í fjárhag – annars stoppar útborgun í færslubók.

Upprunakóti

Merkja fjárhagsfærslur með upprunakóta.

Heiti bókarsniðmáts

Ef sjálfvirk bókun er ekki virk – færslubók – sniðmát sem færslubók stoppar í.

Heiti bókarkeyrslu

Ef sjálfvirk bókun er ekki virk – færslubók – bókarkeyrsla sem færslubók stoppar í.

Bókunartexti

Bókunartexti á launafærslum %1 er heitið á útborguninni.

Víddarbókun

Nota Víddaskiptingu launa.

Kjararannsókn sveitarfélaga

Kjararannsókn sveitarfélaga

Númer fyrirtækisins fyrir kjararannsókn.

Banki

Stillingar banka

Stilla þarf hvaða útgreiðslubók er notuð og mótreikning launa ef nota á Bankakerfi RdN til að borga beint úr BC alt text

Launaseðlar í banka

Nota XML launaseðla

Ef hakað er í þennan reit er eldri virkni kerfisins til að framkalla launaseðla notuð en hún reiðir sig á stílsnið sem skráð er hjá RB og sendir seðlana í samsvarandi XML. Sterklega er mælt með því að haka ekki við þennan reit fyrir nýja notendur en þá eru launaseðlar útbúnir út frá BC skýrslu og sendir í formi PDF.

Launaseðill

Einungis sýnilegur ef ekki er hakað í Nota XML launaseðla. Inniheldur sama gildi og Launaseðill undir "Almennt" að ofan. Reiturinn stýrir því hvaða skýrsla er notuð til að búa til launaseðla sem sendir verða til bankans í formi PDF skjala.

Hlaða niður sendum launaseðlum

Einungis sýnilegur ef ekki er hakað í Nota XML launaseðla. Tilgreinir hvort einnig eigi að hlaða niður launaseðlum sem sendir voru til bankans í zip skrá.

Yfirskrifa kt. endingu launaseðla

Hægt að nota þennan reit til að stilla kennitöluendingu í skráarnafni. Þess gæti þurft ef Reiknistofa Bankanna biður um sérstaka endingu á eftir kt. í skráarnafni, t.d. 1234567890LL_dagsetning_nrsendingar þar sem "Yfirskrifa kt. endingu launaseðla" væri þá "LL" í því tilfelli.

XSL nafn launaseðla

Einungis sýnilegur ef hakað er í Nota XML launaseðla. Geymir heitið á stílsniðinu sem samsvarar XML launaseðlunum sem sendir eru til bankanna.

Aðgerðir

Uppfæra stéttarfélög og sjóði

Tengir kerfið við skilagrein.is og sækir/uppfærir lífeyrissjóði, stéttarfélög og innheimtuaðila.