Útborgun
Hér er yfirlit yfir útborganir sem eru í vinnslu.
Númer
Númer útborgunar.
Stofnað dags.
Hvenær er útborgunin stofnuð.
Dags. frá
Tímabil frá.
Dags. til
Tímabil til.
Staða
Staða á útborgun.
Í vinnslu
Hægt er að gera allar breytingar á útborgun sem þörf eru á.
Lokuð
Útborgun er lokuð, ekki hægt að breyta neinu lengur og hún er tilbúin til sendingar á RSK og lífeyrissjóði.
Bókuð
Útborgun er frágengin og bókuð í fjárhag – hverfur úr þessum glugga og birtist í öðrum glugga.
Lýsing
Frjáls texti sem lýsir útborgun.
Fjöldi seðla
Fjöldi launaseðla sem tilheyra útborguninni.
Launaliðir
Samtala launaliða í launaseðlum í útborgun.
Iðgjöld send
Eru öll iðgjöld send á kröfuaðila.
Staðgreiðsla send
Er staðgreiðsla send á RSK.
Lokuð
Er útborgun lokuð.
Laun greidd
Er búið að senda útborgun til greiðslu.
Stofnað af
Hver stofnar útborgun.
Aðgerðir
Helstu aðgerðir fyrir útborgun.
Ný útborgun
Stofna nýja útborgun, velja tímabil og lýsingu á útborgun.
Þegar ýtt hefur verið á „Í lagi“ kemur spurning hvort stofna eigi launaseðla eða ekki. Ef nota á tímaskráningu þarf að bíða með að stofna launaseðla og fylla út tímaskráningu fyrst. Ef allir starfsmenn eru með föst laun og engin tímaskráning þá má stofna launaseðla en þá sækir aðgerðin alla launaliði starfsmanns inn og reiknar gjöld.
Dags frá
Upphafsdagsetning tímabils.
Dags til
Lokadagsetning tímabils.
Lýsing
Frjáls texti sem lýsir útborgunartímabili.
Afdráttur launa
Hægt er að lesa inn skrá frá RSK til að draga eftirágreidda skatta af launþegum. Skráin er þá lesin inn og hangir með útborgun. Þegar launaseðlar eru stofnaðir þá myndast sjálfkrafa lína vegna afdrátt.
Stofna launaseðla
Ef starfsmenn eru með föst laun eru stofnaðir launaseðlar. Hægt er að skoða hvern og einn launaseðil undir „Launaseðill“.
Tímaskráning
Ef starfsmenn eru á tímakaupi þá þarf að skrá unnar klst.
Ef smellt er á „Já“ eru allir starfsmenn sem vinna samkvæmt tímakaupi sóttir annars er hætt við.
Hér er tímafjöldi skráður á hvern starfsmann.
Launaseðill
Hér er hægt að yfirfara allar þær upplýsingar sem munu birtast á launaseðli hvers og eins starfsmanns. Hér er einnig hægt að breyta fjölda eða taxta sem á þá bara við um þessa útborgun.
Loka útborgun
Þegar smellt hefur verið á „Loka útborgun“ opnast staðfestingargluggi.
Ef smellt er á „Já“ merkist reiturinn „Lokuð“ á skjánum ef smellt er á „Nei“ lokast litli glugginn.
Senda til RSK
Þegar smellt hefur verið á „Senda til RSK“ opnast staðfestingargluggi.
Ef smellt er á „Já“ sendist skilagrein rafrænt til RSK ef smellt er á „Nei“ lokast litli glugginn og hætt er við sendingu.
Senda til Lífsj.
Þegar smellt hefur verið á „Senda til lífsj.“ opnast staðfestingargluggi.
Ef smellt er á „Í lagi“ sendast skilagreinar rafrænt til allra tilgreindra lífeyrissjóða ef smellt er á „Hætta við“ lokast glugginn og hætt er við sendingu.
Þar sem rafræn skil til lífeyrissjóða eru keyrð einn í einu og ef upp kemur villa við skila til eins sjóðs þá stöðvast skil til þeirra sjóða sem eftir eru. Í útborgunarglugga má fara í aðgerð sem heitir skoða lífsj. Svör. Þar má sjá hvaða lífeyrissjoður skilaði villu. Ef skil tókust þá er hak í bókað og númer í tilvísun.
Ef villa þá eru yfirleitt tilgreind villuskilaboð í athugasemdadálki. Laga viðkomandi villu (td. Notendakenni og lykilorð) og senda svo handvirkt restina.
Senda skilagrein afdrátt
Til að skila skilagrein afdráttar til RSK. Þá fer tölvupóstur á RSK.