Launaliðir
Launaliðir - Listi
Hér er listi yfir allar gerðir af launaliðum, frádráttarliðum, sköttum ofl. Hér eru tengingar við bókhaldslykla ofl.
Listinn sýnir alla liði og helstu rofa. Hægt er að stofna nýjan lið og breyta með stöðluðu hnöppunum; Nýtt og Breyta.
Launaliðir 100 – 899 eru fráteknir fyrir staðlaða kerfið sem auðveldar uppfærslur. 900 – 999 eru hugsaðir fyrir sérhæfða launaliði hjá hverju fyrirtæki.
Kóti
Númer launaliðs. Launaliðir 000 – 899 eru fráteknir fyrir kerfið. Fyrirtæki mega stofna nýja launaliði að þörfum á bilinu 900-999.
Lýsing
Lýsing á launalið.
Skrá fjölda
Ef skrá fjölda – þá þarf að opna tímaskráningu í útborgun til að koma inn einingum.
Reikna staðgreiðslu
Ef það á að reikna staðgreiðslu vegna þessa.
Reiknað tryggingagjald
Ef það á að reikna tryggingagjald vegna þessa.
Útreiknuð fjárhæð
Ef þetta er útreiknaður launaliður – þá má ekki breyta í útborgun.
Öfugt formerki á launaseðli
Ef það á að snúa við formerki á launaseðli. Yfirleitt gert með frádráttarliði.
Birta fjölda á launaseðli
Ef það á að birta einingu / fjölda á launaseðli.
Reikna lífeyrissjóð
Ef það á að reikna lífeyrissjóðsiðgjald af þessum launalið.
Tegund lífeyrissjóðs
Tegunda merking fyrir lífeyrissjóð, tengist rafrænum skilum til lífeyrissjóðs.
Reikna félagsgjald
Ef það á að reikna félagsgjald af þessum launalið.
Bæta við launaseðil handvirkt
Ef það er leyfilegt að bæta þessum launalið við launaseðil handvirkt.
Sleppa fjárhagsbókun
Ef það á ekki að bóka þennan launalið í fjárhag (varúð!).
Orlofsmeðhöndlun
Ef það á að reikna orlof að þessum launalið, þá hvort það tilheyrir dagvinnu % eða yfirvinnu %.
Vinnuskylda
Sækja viðskiptamannastöðu
Ef launaliður á að sækja stöðu viðskiptareiknings.
Sleppa á launaseðli
Sækja veiðiferð hlut
Ef launaliður tengist hlut sjómanns í aflaverðmæti.
Krafa um kröfuaðila
Hægt að skylda launalið við að kröfuaðili sé valinn, td. Lífeyrissjóður – þá má einingus velja kröfuaðila af tegundinni lífeyrissjóður.
Aðgerðir
Afrita launalið
Þegar nýr launaliður er stofnaður/afritaður þarf að passa að nr. Á launamiða sé tilgreint þar sem sá reitur stýrir hvernig skil til skattsins um áramót séu háttuð.
Launaliðir – spjald
Hér er gluggi sem hver og einn launaliður hefur. Við sýnum glugga fyrir launalið 100 Mánaðarlaun. Hér er hægt að skoða, breyta, stofna nýtt og eyða spjaldi.
Almennt
Kóti
Númer launaliðs.
Lýsing
Lýsing á launalið (birtist á launaseðli).
Röðun
Röðun á launaseðli.
Tegund
Tegund launaliðs – leyfð gildi eru Launaliður, Frádráttur, Skattar, Annað.
Stýrir í hvaða kafla á launaseðli viðkomandi launaliður birtist.
Stillingar/rofar
Skrá fjölda
Launaliður gerir kröfu um að fjöldi sé skráður í tímaskráningu í útborgun á við um td. Tímalaun og Yfirvinnulaun.
Reikna staðgreiðslu
Fjárhæðir í þessum launalið mynda stofn til útreiknings staðgreiðsluskatts.
Reikna tr. gjald
Fjárhæðir í þessum launalið mynda stofn til útreikning tryggingagjalds.
Útreiknuð fjárhæð
Öfugt formerki á launaseðli
Öfugt formerki er sett á upphæðir þegar launaseðill er prentaður.
Birta fjölda á launaseðli
Reikna lífeyrissjóð
Fjárhæðir í þessum launalið mynda stofn til útreiknings á iðgjöldum til lífeyrissjóða.
Reikna félagsgjald
Fjárhæðir í þessum launalið mynda stofn til útreiknings á iðgjöldum til stéttarfélaga.
Sleppa fjárhagsbókun
Undanskilja fjárhæðir í fjárhagsbókhald við bókun á útborgun. Mjög sérhæft.
Bæta við launaseðil handvirkt
Hægt að bæta launalið handvirkt við útborgun en þá birtist launaliður í lista.
Sækja viðskiptamannastöðu
Sækja stöðu viðskiptareiknings viðkomandi starfsmanns við útreikning á útborgun.
Sleppa á launaseðli
Ekki birta launalið á launaseðli. Mjög sérhæft.
Reiknað endurgjald
Reiknaður frádráttur Sérhæfður reitur á við um dagpeninga og bifreiðahlunnindi (mótfærslu).
Orlofsstillingar
Orlofsmeðhöndlun
Orlofsmeðhöndlun launaliðs – valmöguleikar eru engin,DV og YV.
Vinnuskylda klst.
Sérstillingar
Nr. launamiða
Númer á launamiða
Röð launamiða
Röðun á launamiða fyrir innsendingu til RSK.
Tegund lífsj.
Skilgreining á upphæð fyrir lífeyrissjóði. Fastsettir kóðar skv. Skilagrein.is.
Bókun
Tegund reiknings
Valmöguleikar eru Fjárhagur, Viðskiptamaður, Lánardrottinn.
Númer reiknings
Númer reiknings.
Aðgerðir
Afrita launalið
Þegar nýr launaliður er stofnaður/afritaður þarf að passa að nr. Á launamiða sé tilgreint þar sem sá reitur stýrir hvernig skil til skattsins um áramót sé háttað.