Uppsetning þjóðskrár
Í uppsetningu þjóðskrátengingar við Ferli eru settar inn upplýsingar fyrir innlestur á þjóðskrá.
Hægt er að fara nokkrar leiðir til að uppfæra þjóðskrá innan Business Central.
Viðskiptamannastillingar
Viðskiptamannanúmer inniheldur bandstrik
Það skal haka í þennann reit ef að viðskiptamenn í þínu kerfi hafa bandstrik í sinni kennitölu.
Skrá viðbótarupplýsingar við stofnun viðskiptavinar/lánardrottins
Það skal haka í þennann reit ef að það á sjálfkrafa að fylla út í upplýsingar eins og nafn og heimilisfang við stofnun á viðskiptavin.
Kennitölureitur Viðskiptavinar
Velja skal hvaða reitur í viðskiptamannatöflu inniheldur kennitölu viðskiptamanns.
Kennitölureitur Lánardrottins
Velja skal hvaða reitur í lánardrottnatöflu inniheldur kennitölu lánardrottins.
Uppruni Gagna
Tegund Gagna
Hér skal velja á milli þess að nota vefþjónustu Ferlis eða hvort að eigi að sækja stofnskrár og uppfærsluskrár.
Vefþjónusta
Xml vefþjónusta Ferlis
Slóð á vefþjónustu ferlis.
Ferli lykilorð.
Lykilorðið þitt frá Ferli.
Skrá
Slóð á Azure Function
Slóð á Azure Function sem að sér um að sækja skrána. Óþarfi er að breyta þessari slóð.
Azure Function Auðkenni
Auðkenni fyrir fyrrnefnda Azure Function.
Ferli IP/DNS
Slóðin gefin upp af Ferli.
Ferli FTP Port
Port númer gefið upp af Ferli.
Nafn Grunnskrár
Nafn á grunnskrá sem að á að sækja.
Nafn uppfærsluskrár
Nafn uppfærsluskrár sem að á að sækja.
Ferli sFTP Notandanafn
Notandanafn Ferli til þess að sækja þjóðskrár.
Ferli sFTP Lykilorð
Lykilorð Ferli til þess að sækja þjóðskrár.
Prófunarviðmót Azure Function
Segir til um hvort að eigi að nota prófunargögn þegar þjóðskráin er sótt með Azure Functioni.
Útiloka geymslu gagna
Ef að hakað er í þennan reit eru þjóðskráargögn ekki skrifuð í þjóðskráartöfluna heldur er unnið beint á gögnunum og uppfært viðskiptavini og lánardrottna beint frá þeim gögnum.
Þetta þýðir að það verði líka að stilla upp vefþjónustu ef að hakað er í "Skrá viðbótarupplýsingar við stofnun viðskiptavinar/lánardrottna".