Uppsetning þjóðskrár
Í uppsetningu þjóðskrátengingar við Ferli eru settar inn upplýsingar fyrir innlestur á þjóðskrá.
Hægt er að fara nokkrar leiðir til að uppfæra þjóðskrá innan Business Central.
Upplýsingar
Slóð grunnskrár:
Hér á að setja inn slóð þar sem grunnskrá frá Ferli er vistuð.
Slóð breytingaskrár:
Hér setja inn slóð þar sem breytingaskrá frá Ferli er vistuð.
Viðskiptamannanúmer inniheldur bandstrik:
Ef viðskiptamannanúmer innihalda bandstrik er hakað í þennan reit.
Skrá viðbótarupplýsingar við stofnun viðskiptmanns/lánardrottins
Þegar hakað er í þennan reit og þú stofnar Viðskiptamann eða lánardrottinn er nóg að fylla inn kennitölu og upplýsingar um nafn og heimilisfang fyllast sjálfkrafa inn út frá Þjóðskrá
Uppruni gagna
- Vefþjónusta: gögnin koma frá vefþjónustu Ferli
- Skrá: notar Þjóðskrána sem gefin á textaformi frá Ferli
- Hér er hægt að velja um að geyma skránna í tölvunni þinni eða í skýjalausn Microsoft Azure
- Prófunargögn: notað fyrir prófanir
Uppfæra viðskiptamenn sjálfkrafa
Hægt er að setja codeunit í verkraðara sem uppfærir viðskiptamenn reglulega út frá Þjóðskránni Uppfærslu tímabilið er still í verkraðara. Þessi virkni er einungis aðgengileg ef notað er Skrá valkostinn.
Ferli Password
Í þennan reit setur þú inn lykilorðið þitt frá Ferli.
Azure
Ef valið er að geyma skránna í Azure gagnagrunninum þarf að setja inn - Azure Blob Storage Url - Slóðin að gagnagrunninum þínum (með containernum) - Filename - Nafnið á skránni í gagnagrunninum - Azure key - Aðgangs lykill að gagnagrunninum
Azure Function
Slóð á Azure Function
Slóða á Azure Function sem skal nálgast frá Kerfisstjóra Rue de Net.
Azure Function Auðkenningakóti
Auðkenningarkóti fyrir Azure Function sem skal nálgast frá Kerfisstjóra Rue de Net.
Ferli IP/DNS
IP/DNS sem hægt er að nálgast úr ftp skriftu frá Ferli.
Ferli FTP Port
Port sem hægt er að nálgast úr ftp skriftu frá Ferli
Nafn grunnskrár
Nafn grunnskrár sem sækja á til Ferlis.
Nafn uppfærsluskrár
Nafn uppfærsluskrár sem sækja á til ferlis. Byrja oftast á DAG, VIK eða MAN eftir því hversu oft á að sækja breytingaskrá.
FTP notandanafn Ferlis
FTP lykilorð Ferlis
Prófunarviðmót Azure Function
Ef hakað er í þennan reit þá sækir Azure Function ekki skrár til Ferlis heldur skilar demo þjóðskrá. Notað til prófana og til sýnis.