Hoppa yfir í efnið

Sjálfvirk uppfærsla með Azure Function

Uppsetning þjóðskrár

Til að nota Azure Function við uppfærslu þjóðskrár þarf að haka í Virkja Azure function eiginleika og við það birtast stillingarreitir neðst á spjaldinu. Hafa þarf samband við kerfisstjóra Rue de Net til að setja upp Azure Function í Azure Portal. Aðrar upplýsingar í þessa reiti er hægt að finna úr ftp skriftu frá Ferli.

alt text

Sjá nánari útskýringu hér.

Útiloka geymslu gagna

Ef ekki á að geyma nein þjóðskrárgögn í kerfinu skal haka í þennan reit í Uppetningu þjóðskrár. Við það munu aldrei vistast gögn í Þjóðskrá Listi. Kerfið virkar þá þannig að þegar uppfærsluskrá er sótt eru upplýsingarnar bornar saman við viðskiptamanna- og lánadrottnalista og uppfæra svo heimilsfang og stöðu útfrá því.

Til að sækja upplýsingar um nýjan viðskiptamann eða lánadrottinn þarf að sækja þær upplýsingar í gegnum vefþjónustu með kennitölu. Því þarf að stilla vefþjónustu í Uppsetning þjóðskrár til að nýta þennan eiginleika til fullnustu.

Sækja og vinna gögn

Setja þarf upp codeunit 10042266 "RdN NR Azure Function" í verkraðara. Þetta codeunit sækir breytingaskrá og uppfærir viðskiptamenn og lánadrottna. Ef hakað er í Útiloka geymslu gagna þá geymast ekki gögn breytingaskráarinnar. Einnig er hægt að nota aðgerðirnar Sækja grunnskrá og Sækja uppfærsluskrá á þjóðskrárlistanum til að sækja nýjustu breytingar.

Loggar

Á spjaldinu Uppsetning þjóðskrár er hægt nálgast vefþjónustulogga og uppfærslulogga. Hvert kall í Azure Function er skráð í vefþjónustulogg og hver uppfærsla á viðskiptamönnum og lánadrottnum er skráð í uppfærslulogg.