Tengja kröfu við viðskipta manna færslu
Til þess að hægt sé að tengja kröfur lesnar inn frá Motus sjálfkrafa við Viðskiptamannafærslur þar að filla út í reiti í uppsetningunni.
Ef að kröfunúmer hangir í viðskiptamannafærslum eins og það gerir í bankakerfi Rue de Net er nóg að velja í reitnum "Viðskm. færsla númer kröfureits" þann reit á viðskiptamannafærslunni sem að geymir kröfunúmerið.
Ef að það er öfugt hinsvegar og krafan geymir númer viðskiptamannafærslunnar þá þarf að haka í reitinn "Viðskm. færslu nr. er á kröfutöflu"
Þegar að það hefur verið gert birtast aðrir reitir sem að þarf að fylla út í.
"Töflunúmer krafna" segir til um í hvaða töflu kröfur eru geymdar í þínu kerfi.
"Kröfunr. reitur" segir til um í hvaða reit í fyrrnefndri töflu kröfunúmerið er geymt.
"Nr. reits Viðskm. færsla" segir til um í hvaða reit í kröfu töflunni sé nr viðskiptamannafærslu geymt.
Þegar að uppsetningu er lokið er hægt að nota aðgerðina "Tengja valdar kröfur við viðskm. færslur" í Motus vinnuskjali.