Hoppa yfir í efnið

Sjálfvirkni

Sækja kröfur og kröfugreiðslur sjálfvirkt

Hægt er að setja upp vinnsluraðarfærslu til að sækja kröfur, kröfugreiðslur, sögulínur og athugasemdir sjálfvirkt. Athugið að í eldri Business Central útgáfum eru vinnsluraðarfærslur þekktar sem verkraðarfærslur.

Vinnsluraðarfærsluna skal stilla með Gerð hlutar sem á að keyra = Codeunit og Hlutakenni í keyrslu = 10041865 í Cloud (SaaS) útgáfu en 10039865 í OnPrem (On Premises) útgáfu.

Mynd af vinnsluraðarfærslu með ID 10041865

Verkið sækir allar Motus kröfur og sögulínur.

Auk þess sækir það dagsgamlar kröfugreiðslur og yngri, og mánaðar gamlar athugasemdir og yngri. Í tilfelli kröfugreiðslna er því best að stilla vinnsluröðina þannig að verkið keyrist daglega.