Sjálfvirkni
Sækja kröfur og kröfugreiðslur sjálfvirkt
Hægt er að setja upp vinnsluraðarfærslu til að sækja kröfur, kröfugreiðslur, sögulínur og athugasemdir sjálfvirkt. Athugið að í eldri Business Central útgáfum eru vinnsluraðarfærslur þekktar sem verkraðarfærslur.
Vinnsluraðarfærsluna skal stilla með Gerð hlutar sem á að keyra = Codeunit og Hlutakenni í keyrslu = 10041865 í Cloud (SaaS) útgáfu en 10039865 í OnPrem (On Premises) útgáfu.
Verkið sækir allar Motus kröfur og sögulínur.
Auk þess sækir það dagsgamlar kröfugreiðslur og yngri, og mánaðar gamlar athugasemdir og yngri. Í tilfelli kröfugreiðslna er því best að stilla vinnsluröðina þannig að verkið keyrist daglega.