Motus uppsetning
Samskipti
Slóð á vefþjónustu:
Vefslóð á vefþjónustu til Motus. Á alltaf að vera: https://motusservice.motus.is
Kröfustofnun
Næsta gervinúmer:
Ef kröfur eru stofnaðar innan Microsoft Dynamics 365 Business Central og sendar til Motus, þá er þessi reitur hlaupandi númer fyrir þær kröfur. Best að setja 1.
Motus númer kröfuhafa:
Einkvæmt númer sem Motus gefur öllum sínum kröfuhöfum.
Kröfugreiðslur
Heiti bókarsniðmáts:
Bókunarsniðmát sem nota á fyrir kröfugreiðslur.
Heiti bókarkeyrslu:
Bókunarkeyrsla sem nota á fyrir kröfugreiðslur.
Motus fjárhagsreikningur:
Fjárhagsreikningur sem Motus kröfur bókast á.
Nota bankareikning fyrir innheimtukostnað:
Ef hakað er í þennan reit er bankareikningurinn sem valinn er í Motus bankareikningur notaður fyrir innheimtukostnað. Annars er Motus fjárhagsreikningurinn notaður.
Motus bankareikningur:
Bankareikningur sem Motus kröfur bókast á ef hakað er í Nota bankareikning fyrir innheimtukostnað.
Bókh. reikn. vaxta:
Bókhaldsreikningur sem vextir frá Motus kröfum bókast á.
Bókh. reikn. kostn.:
Bókhaldsreikningur sem kostnaður frá Motus kröfum bókast á.
Stysti tími milli greiðslna:
Hér er hægt að tilgreina stysta tímann sem þarf að líða á milli þess sem greiðslur eru tilkynntar til Motus.
Á að birta villu:
Ef tilkynna á greiðslu og liðinn er of stuttur tími er hægt að velja um hvort það birtist villa eða viðvörun.
Annað
Sækja ósamþykktar kröfur:
Segir til um hvort sækja eigi ósamþykktar kröfur eða ekki.
Sjálfgefið að framkvæma aðgerð:
Fremst í hveri kröfu í vinnuskjali er hak, "Framkvæma aðgerð" og það segir til um hvort framkvæma eigi aðgerð á kröfuna eða ekki. "Sjálfgefið að framkvæma aðgerð" segir til um hvort haka eigi í þetta sjálfkrafa eða ekki þegar krafa er sótt frá Motus.
Haka við "Framkvæma aðgerð" ef aðgerð er valin:
Ef aðgerð er breytt í vinnuskjali á þá að haka í "Framkvæma aðgerð" sjálfkrafa.
Uppfæra kröfu við opnun forma:
Venjulega eru gögn sótt einu sinni á sólarhring frá Motus. Með því að haka í þennan reit eru gögn uppfærð um leið og form er opnað. Við þetta geta form orðið hægari að opnast.
Minnsti tími milli uppfærslna:
Þessi reitur á við ef "Uppfæra kröfu við opnun forma" er valið. Þá skilgreinir þessi reitur lágmarks tíma sem þarf að líða til þess að gögn séu sótt aftur. Ef þessi reitur er skilinn eftir auður og hakað er í "Uppfæra kröfu við opnun forma" er uppfært í hvert einasta sinn sem form eru opnuð.
Sækja lokaðar kröfur:
Dagsetning í þessum reit segir til um hversu langt aftur lokaðar kröfur eru sóttar. Hér þarf formúlan að vera aftur í tímann.
Lokaðar kröfur tímabil:
Sýnir tímabilið þar sem lokaðar kröfur eru sóttar.
Lýsing á færslubókum:
Motus - lýsing í færslubók:
Lýsing sem bætist við framan á Motus kröfugreiðslur í færslubók. Ef reiturinn er tómur er sjálfgefið gildi notað.
Vextir - lýsing í færslubók:
Lýsing sem bætist við framan á Vexti í færslubók. Ef reiturinn er tómur er sjálfgefið gildi notað.
Kostnaður - lýsing í færslubók:
Lýsing sem bætist við framan á Kostnað í færslubók. Ef reiturinn er tómur er sjálfgefið gildi notað.
Aðgerðir
Prófa tengingu:
Með því að smella á Prófa tengingu er hægt að fá staðfest hvort að notandinn og vefþjónustan nái tengingu. Aðgerðin skilar meldingu um hvort tengingin hafi tekist.