Hoppa yfir í efni

Motus kröfuspjald

Kröfuspjald skiptist í þrjá flipa.

alt text

Mál

Málanúmer:

Númer máls sem krafa tilheyrir.

Nafn greiðanda:

Nafn viðskiptamanns sem krafa tilheyrir. Nafni er flett upp í viðskiptamannagrunni í Microsoft Dynamics 365 Business Central út frá kennitölu sem er á kröfu. Ef viðskiptamaður er ekki til í Dynamics 365 Business Central kemur ekkert nafn.

Nr. kröfuhafa:

Númer kröfuhafa. Þetta númer er útgefið af Motus og fær hver viðskiptamaður Motus sitt eigið númer.

Yfir kt. kröfuhafa:

Kennitala kröfuhafa.

Flokkur kröfuhafa:

Sýnir í hvaða flokki kröfuhafi er.

Aðgerðakóði:

Sýnir síðasta framkvæmda aðgerðakóða.

Aðgerðatexti:

Sýnir texta á síðustu aðgerð sem var framkvæmd.

Ástæða:

Sýnir ástæðu fyrir síðustu aðgerð.

Staða:

Sýnir í hvaða stöðu krafa er.

Innheimtuferli:

Sýnir í hvaða innheimtuferli krafa er.

Næsta aðgerð:

Sýnir hvenær næsta aðgerð verður framkvæmd.

Frestur hjá Motus:

Ef kröfu er frestað í Dynamics 365 Business Central birtist sú dagsetning hér.

Er opið:

Segir til um hvort krafa sé opin eða ekki.

Lokun máls:

Sýnir hvernig kröfu var lokað. T.d. greitt, afskrifað, niðurfellt o.s.frv.

Eftirstöðvar hjá Motus:

Eftirstöðvar höfuðstóls vegna kröfu.

Til greiðslu:

Sýnir heildarupphæð sem greiðandi á eftir að greiða.

Auðkenni

Banki:

Banki kröfu.

Höfuðbók:

Höfuðbók kröfu.

Nr.:

Númer kröfu.

Kröfulykill:

Auðkenni kröfu hjá Motus.

Gjalddagi:

Gjalddagi kröfu.

Kt. kröfuhafa:

Kennitala kröfuhafa.

Kt. greiðanda:

Kennitala greiðanda.

Tilvísun:

Tilvísun kröfu, kemur úr banka ef einhver.

Hefur virkt samkomulag:

Segir til um hvort greiðandi hefur virkt greiðslusamkomulag við Motus.

Kostnaður

Upprunalegur höfuðstóll:

Upprunalegur höfuðstóll kröfu.

Áfallnir vextir:

Vextir sem fallið hafa á kröfu.

Vextir:

Vextir sem á eftir að greiða.

Áfallinn kostnaður kröfuhafa:

Kostnaður sem fallið hefur á kröfuhafa.

Kostnaður kröfuhafa:

Kostnaður sem kröfuhafi á eftir að greiða.

Áfallinn innheimtukostnaður:

Innheimtukostnaður sem komið hefur til vegna máls.

Innheimtukostnaður:

Innheimtukostnaður sem á eftir að greiða.

Aðgerðir:

Aðgerðir eru sendar beint á Motus vef og breyta kröfu að einhverju leyti. Þegar aðgerðir eru virkjaðar opnast staðfestingargluggi þar sem slá þarf inn nýtt gildi. Í sumum aðgerðum er einnig hægt að skilgreina ástæðu fyrir framkvæmd á þeirri aðgerð.

Fresta kröfu:

Frestar kröfu fram á nýja dagsetningu og seinkar innheimtuaðgerðum. Sjá nánari lýsingu hér.

Fella kröfu niður:

Fellir kröfu niður (líka í viðskiptabanka). Sjá nánari lýsingu hér.

Skila kröfu:

Skilar kröfu til banka. Sjá nánari lýsingu hér.

Breyta höfuðstól kröfu:

Skilgreinir nýjan höfuðstól á kröfu. Sjá nánari lýsingu hér.

Uppfæra kröfu:

Sækir nýjustu upplýsingar um kröfu frá Motus.

Tilkynna greiðslu á kröfu:

Hægt er að tilkynna að kröfuhafa hafi borist greiðsla á kröfu. Það fer í gegnum bókara hjá Motus og getur því tekið allt að 24 tíma að koma inn. Hægt er að stilla hversu ört er hægt að tilkynna greiðslur, sjá nánari lýsingu hér. Sjá nánari lýsingu á aðgerðinni Tilkynna greiðslu á kröfu hér.

Stofna í Motus:

Ef krafa hefur verið stofnuð handvirkt í Dynamics 365 Business Central er hægt að senda hana til Motus þar sem hún er stofnuð. Sjá nánari lýsingu hér.

Tengt

Krafa - Viðhengi:

Opnar viðhengi fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér.

Krafa - Aðgerðasaga kröfu:

Opnar aðgerðasögu í Dynamics 365 Business Central fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér.

Krafa - Sögulínur máls:

Opnar sögulínur fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér.

Krafa - Athugasemdir máls:

Opnar athugasemdir fyrir valda kröfu. Sjá nánari lýsingu hér.

Krafa - Opna Motus-Vef:

Opnar kröfu á vefnum hjá Motus.