Sjálfvirk vöktun á verkraðarafærslum
Verkraðarafærslur eiga það til að 'detta út', þ.e.a.s. færsla hefur stöðuna 'Tilbúið' en er ekki tímasett (sjá mynd yfir neðan). Verkið keyrir ekki á meðan færslan er ekki í þessari stöðu. Það er í boði að vakta verkraðarafærslur og fá tilkynningu þegar færsla er í þessari stöðu.
Stillingar
Notandauppsetning (e. User Setup)
Til að vakta verkraðarafærslur verður notandi að hafa stillt á 'Vakta Verkraðarafærslur' í Notandauppsetningu (e. User Setup).
Verkraðarafærslur (e. Job Queue Entry)
Svo er hægt að velja þær verkraðarafærslur sem maður vill vakta. Þetta er gert með því að haka í reitinn 'Vakta færslu'.
Það er boðið upp á að skrá netfang á færslur, sem sendur verður á tilkynning um að færslan sé í ólagi. Það er í boði að senda tilkynningu á fleiri en einn notanda. Passa þarf að hafa semíkommu (;) og engin bil á milli netfanga.
Einnig er hægt að stilla tímann sem á að líða milli tilkynninga. Það er mælt með að hafa þennan tíma í samræmi við reitin 'Mínutufj. á milli keyrslna'.
Tilkynningar
Dæmi um tilkynningu senda í pósti
Tilkynningar í BC
Þegar notandi fer á síðuna 'Verkraðarafærslur' (e. Job Queue Entries) birtast tilkynningar ef færslur eru í ólagi. Tvær aðgerðir eru hengdar við tilkynninguna: 'Skoða Færslu' og 'Endurræsa Færslu'. Ef smellt er á 'Skoða Færslu' opnast færslan. Ef smellt er á 'Endurræsa Færslu' er reynt að endurræsa færsluna.