Hoppa yfir í efnið

Stillingar rafrænna reikninga lánardrottins

Þessi gluggi heldur utan um allar stillingar fyrir rafræna reikninga lánardrottna svo sem dreifisvæði, gerð eskjals o.fl. Upplýsingar sem eru fylltar út undir flipanum Rafræn skjöl á lánardrottnaspjaldi sjást í þessum lista.

alt text

Nr.:

Númer lánardrottins.

Heiti:

Heiti lánardrottins.

Dreifisvæði:

Velja dreifisvæði til að senda rafræn skjöl til viðskiptamannsins.

Gerð eDoc skjals:

Velja staðal sem á að nota til að senda rafræn skjöl til viðskiptamannsins. Getur verið BII, NES eða EDI.

GLN númer:

Er bara notað ef um EDI samskipti er að ræða.

X400 pósthólf:

Pósthólf birgja fyrir EDI samskipti.

Nota grunnmælieiningu:

Ef hak er í þessum reit þá verður grunnmælieining staðalsins (PCE fyrir EDI, C62 fyrir BII) settur á allar línur pöntunar á þennan lánardrottinn. Ef það er ekki hakað í þennan reit þá er notast við vörpunum mælieininga þannig ef mæleining er t.d. KG þá verður sent KGM í BII eða EDI reikningum.

Athuga pöntunarnúmer:

Ef hakað er í þennan reit, mun kerfið athuga hvort pöntunarnúmer vanti í rafrænt skjal og kemur með villumeldingu ef svo er.

Sameiginlegt vörunúmer:

Ef hakað er í þennan reit, mun kerfið gera ráð fyrir að vörunúmer frá birgja sé það sama og hjá viðskiptavini og því varpast vörunúmerin sjálfkrafa.