Hoppa yfir í efni

Sjálfvirk hreinsun gagna

Formáli

Litið er svo á að búið sé að vinna úr rafrænum reikningi þegar búið er að bóka BC skjal sem varð til út frá honum í tilfelli reikninga á innleið, eða senda rafræna skjalið sem varð til út frá BC skjali til skeytamiðlara í tilfelli reikninga á útleið.

Þegar búið er að vinna rafrænan reikning getur talist óþarfi að geyma viðhengi og önnur gögn sem notuð eru til að endurgera reikninginn á rafræna reikningnum sjálfum, sérstaklega í þeim BC umhverfum sem eru að glíma við vöntun á plássi.

Í tilfelli unna rafrænna skjala á innleið er búið að flytja viðhengin yfir á bókaða BC skjalið þannig líta má á það sem óþarfa að geyma þau á rafræna reikningnum líka. Í tilfelli unna skjala á útleið er upprunalega skjalið alltaf geymt sem bókaða BC skjalið, þannig þegar búið er að senda rafrænan reikning má segja að það sé óþarfi að geyma viðhengi þess til lengdar á rafræna reikningnum.

Í kerfinu er að finna virkni sem býður upp á að hreinsa þessi gögn úr grunninum, stillanlegt eftir innleið, útleið og varðveislutíma þessara gagna.

Athugið að eftir að gögnum á bak við rafrænan reikning á innleið er eytt er ekki hægt að endurgera hann, en þess ætti ekki að vera þörf ef búið er að bóka BC skjalið sem varð til út frá honum.

Kveikja á hreinsunarverki

Á síðunni Uppsetning rafrænna reikninga undir Geymsla er að finna hak til að kveikja á hreinsunarverki fyrir þessi gögn og stillingar verksins.

Uppsetning hreinsunarverks - afhakad

Hakað er við Virkja hreinsunarverk til að kveikja á verkinu. Staða hreinsunarverks er reitur sem sýnir hvort hreinsunarverkraðarfærslan sé rétt sett upp. Ef gildið er grænt gefur það til kynna að verkröðin keyri rétt. Hægt er að nálgast hreinsunarverkið beint með því að smella á "Ýttu hér til að skoða hreinsunarverkraðarfærsluna..".

Uppsetning hreinsunarverks - hakad

Hægra megin er svo að finna stillingar hreinsunarverksins, en þar er hægt að slökkva og kveikja á þessari hreinsun fyrir skjöl á útleið og innleið og stilla varðveislutíma þessara gagna. Verkið eyðir engum gögnum sem eru yngri en varðveislutíminn segir til um, auk þess sem aldrei er gögnum eytt sem eru á bak við óunnið skjal. Óunnið þýðir sem áður segir ósent í tilfelli útleiðar eða óbókað í BC í tilfelli innleiðar.