Uppsetning rafrænna reikninga
Áður en kerfið er tekið í notkun þarf að fylla út uppsetningu rafrænna reikninga.
Almennt:
Fjárhagslykill afrúnnunar:
Fjárhagslykill sem verður notaður til að bóka auramismun á rafrænum reikningum.
eSkjal sjálfgefinn staðall:
Hér skal skilgreina sjálfgefinn staðal til að senda rafræna reikninga úr kerfinu.
eSkjal sjálfgefin tegund:
Hér skal skilgreina sjálfgefna tegund rafrænna reikninga til að senda rafræna reikninga úr kerfinu.
Kennitölureitur lánardrottna:
Hér skal skilgreina hvaða reitur í töflu "Lánardrottnar" inniheldur kennitöluna.
Kennitölureitur viðskiptamanna:
Hér skal skilgreina hvaða reitur í töflu "Viðskiptamenn" inniheldur kennitöluna.
Sjálfg. bókunartexti:
Hægt er að velja sjálfgefinn bókunartexti úr rafrænum reikningum. Sjá nánari lýsingu hér.
Athuganir:
Mesta afrúnnunarupphæð:
Hér skal skilgreina mestu afrúnunarupphæð milli haus og línu sem kerfið samþykkir á rafrænum reikningi. Þessi reitur stýrir villutékkinu á rafræna reikningnum þegar reynt er að búa til NAV skjal.
Eiginleikar til vörpunar:
Er sérreitur sem á ekki að vera í kerfinu.
Mesta frávik VSK prósentu (%):
Á alltaf að vera sett á 0 þar sem kerfið á ekki að heimila að búa til NAV skjal með öðrum VSK prósentum en á rafrænum reikningi.
Leita að villum í vinnubók:
Ef hak er í þessum reit, leitar kerfið að villum í vinnuskjali um leið og vinnuskjalið er opnað. Það er ekki mælt með því að nota þetta þegar um mikinn fjölda rafrænna skjala er að ræða.
Banki:
Bankaupplýsingar eru sendar á rafrænum sölureikningum.
Útibú:
Bankanúmer bankareiknings fyrirtækisins.
Höfuðbók:
Höfuðbók bankareiknings fyrirtækisins.
Reikningsnúmer:
Reikningsnúmer bankareiknings fyrirtækisins.
Stillingar:
Tengja viðhengi:
Ef hak er sett í þennan reit þá mun viðhengi í rafrænum reikningi tengjast við NAV skjal.
Úthlutun kostnaðarauka:
Með þessum reit er hægt að stilla hvernig kostnaðaraukareikningar eiga að vera úthlutaðir á móttöku. Möguleikar í boði eru: "Jafnt", "Eftir Upphæð", "Eftir þyngd" og "Eftir stærð".
Nr. röð reikninga:
Hér skal skilgreina númeraröð innkaupareikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.
Nr. röð bókaða reikninga:
Hér skal skilgreina númeraröð bókaðra innkaupareikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.
Nr. röð kreditreikninga:
Hér skal skilgreina númeraröð innkaupakreditreikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.
Nr. röð bókaðra kreditreikninga:
Hér skal skilgreina númeraröð bókaðra innkaupakreditreikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.
Nota heimilisf. frá rafr. skjali:
Nota lýsingu frá möppun:
Ef hakað er í þennan reit verður lýsingin á fjárhagslínum tekin úr möppunum, á BC reikningum stofnuðum út frá rafrænum reikningum.
Bæta við afhendingarstað á kreditreikninga:
Ef hakað er í þennan reit bætist afhendingarstaður við kreditreikninga. Ef upp koma vandamál skaltu íhuga að óvirkja þennan valkost.
Sleppa athugasemd um uppruna við stofnun BC skjals:
Þegar þessi reitur er virkur þá kemur ekki "*Stofnað með eDocs skjölum Rue de Net Reykjavík" athugasemd á BC skjöl sem eru stofnuð út frá eDoc.
Nota Unimaze Approvals bókunarlýsingar
Ef hakað er í þennan reit virkjast aukinn stuðningur við Unimaze Approvals bókunarupplýsingar. Sjá nánar hér
Nota ytri víddir
Ef hakað er í þennan reit virkjast virkni sem felur í sér innlestur á ytri víddum byggðum á staðli Peppol í BII skeytum og samsvörun þeirra við BC víddir. Sjá nánar hér
Stofna lánardrottin
Ef hakað er í þennan reit stofnast lánardrottinn sjálfkrafa í hvert sinn sem reikningur er lesinn inn frá óþekktum lánardrottni. Notar Sjálfgefið sniðmát fyrir lánardrottin til þess að stofna hann frá grunni.
Sjálfgefið sniðmát fyrir lánardrottin
Það sniðmát sem Stofna Lánardrottin notar þegar lánardrottinn er myndaður. Sniðmátið ákvarðar grunnstillingar lánardrottins t.d. hvort hann sé Einstaklingur eða Fyrirtæki.
Villur:
Senda tölvupósta vegna villna:
Ef hakað er í þennan reit þá sendir kerfið tölvpósta til villuviðtakanda þegar villa er á rafrænum reikningi.
Póstfang villusendanda:
Póstfang sem kerfið mun nota til að senda tölvupósta frá vegna villna.
Email fyrir villuviðtakanda villuskilaboða:
Póstfang sem kerfið mun nota til að senda tölvupósta til vegna villna.
Sleppa athugun skjals fyrir okkur:
Ef hakað er í þennan reit þá sleppur kerfið að athuga hvort það sé misræmi milli viðtakanda reiknings og kennitölu í stofngögnum fyrirtækisins.
Sleppa VSK athugun í vörpun:
Ef hakað er í þennan reit þá sleppur kerfið að athuga hvort það sé misræmi milli VSK á rafrænum reikningi og vörpun t.d. vöru eða fjárhagsreikning.
Tíðni endursendinga:
Ef reikningur á leiðinni út lendir á villu er hægt að láta kerfið reyna aftur að senda nokkrum mínútum seinna. Ef svo er, þá á að skilgreina tímabilið í þessum reit.
Ítarlegt:
Tengt LS Retail:
Gefur til kynna að kerfið er tengt við LS Retail.
EDI:
X400 pósthólf:
X400 pósthólf fyrir EDI sendingar.
EDI dreifingaraðili:
EDI dreifingaraðili fyrir EDI sendingar.
Nota vörustrikam. úr eDocs:
Ef hakað er í þennan reit sendir kerfið strikamerki í staðinn fyrir vörunúmer í rafrænum reikningum. Gildir bara fyrir EDI sendingar.
Nota pöntunaraðsetur
Ef hakað er í þennan reit sendir kerfið EAN númer aðsetursins sem er undir pöntunaraðsetur á innkaupapöntun, sé það ekki til staðar sendir kerfið EAN númer lánardrottins.
Geymsla
Ef það eru mikið af viðhengjum í rafrænum reikningum þá taka þeir upp mikið geymslupláss í vinnuskjali fyrir rafræna reikninga og í gagnagrunninum fyrir kerfið.
Til þess að minnka magn geymdra skjala sem er þegar búið að bóka í kerfið og vista með bókaða skjalinu þá er hægt að stjórna hvort og hversu lengi á að geyma gögn í vinnuskjalinu sjálfu. Það eru þá gögn sem eru geymd á fleiri en einum stað.
Virkja hreinsunarverk
Við að haka í þennan reit verður til verkraðarfærsla sem eyðir þeim gögnum sem eru orðin óþörf á bak við rafræna reikninga úr gagnagrunninum miðað við stillingar hreinsunarverks. Gögnum er aðeins eytt ef þau tilheyra sendum (á útleið) eða bókuðum (á innleið) skjölum.
Eftir að gögnum á bak við rafrænan reikning er eytt er ekki hægt að endurgera hann ef hann er á innleið.
Sjá nánar hér.
Staða hreinsunarverks
Einungis sýnilegt ef hakað er í Virkja hreinsunarverk. Sýnir hvort hreinsunarverkraðarfærslan er rétt sett upp. Ef gildið er grænt gefur það til kynna að verkröðin keyri rétt.
Stillingar hreinsunarverks
Stillingar fyrir hreinsunarverkið sem varð til við að haka við Virkja hreinsunarverk.
Geymsla rafrænna skjala á útleið
Tilgreinir hvort hreinsunarverkið eigi að eyða óþarfa gögnum á bak við send skjöl á útleið byggt á reglum um varðveislutíma. Möguleg gildi eru Geyma og Eyða.
Geymsla rafrænna skjala á innleið
Tilgreinir hvort hreinsunarverkið eigi að eyða óþarfa gögnum á bak við bókuð skjöl á innleið byggt á reglum um varðveislutíma. Möguleg gildi eru Geyma og Eyða.
Varðveislutími rafrænna skjala (í dögum)
Reitur sem hreinsunarverkið notar til að ákvarða varðveislutíma óþarfa gagna á bak við rafræna reikninga. Gildið á að vera jákvæð heiltala sem stendur fyrir fjölda daga sem á að geyma gögnin. 0 þýðir að verkið eigi aldrei að eyða.
Stofngögn:
Athuga að það þarf að skrá EAN kennitölu fyrir sendingar í stofngögn. Sjá nánari lýsingu hér.
Aðgerðir
Nýtt
Stofna varpanir:
Stofna varpanir fyrir rafræn skjöl. Kerfið leitar í öllum innkaupaskjölum að vörunúmeri lánardrottins miðað við vörunúmer. Ef það finnst stofna þá varpanir á vörunúmer lánardrottins í vörunúmeri í kerfinu. Sjá nánari lýsingu hér
Vinna
EAN kenni birgðastöðvar:
Opna lista yfir EAN kenni birgðastöðvar ef á að senda EDI pantanir frá birgðageymslu. Sjá nánari lýsingu hér
Varpanir:
Opna lista yfir alla varpanir í kerfinu. Sjá nánari lýsingu hér
Uppsetning bókunarlýsingar:
Opna lista bókunartextastillinga. Sjá nánari lýsingu hér
Stillingar á rafrænum reikningum viðskiptavinar:
Opna stillingar á rafrænum reikningum viðskiptavins. Sjá nánari lýsingu hér
Stillingar rafrænna skjala lánardrottins:
Opna stillingar á rafrænum reikningum lánardrottins. Sjá nánari lýsingu hér