Hoppa yfir í efni

Lánardrottnaspjald

Það þarf að stilla rafræn skjöl á lánardrottnaspjaldi til að senda innkaupapantanir rafrænt til birgja. Þetta er gert í flipanum "Rafræn skjöl" og á við EDI samskipti.

alt text

EDI nota grunnmælieiningar:

Já eða nei

Dreifisvæði:

Velja dreifisvæði til að senda rafræn skjöl til viðskiptamannsins.

Gerð eDoc skjals:

Velja staðal sem á að nota til að senda rafræn skjöl til viðskiptamannsins. Getur verið BII, NES eða EDI.

EAN kenni:

Er bara notað ef um EDI samskipti er að ræða.

X400 pósthólf:

Pósthólf birgja fyrir EDI samskipti.

Uppsetning bókunarlýsingar:

Ef ekkert er valið, mun kerfið nota standard bókun í BC. Sjá nánari lýsingu hér.

Athuga pöntunarnúmer:

Ef hak er sett í þennan reit, mun kerfið athugað hvort pöntunarnúmer vanti í rafrænt skjal og kemur með villumeldingu ef svo er.

Sameiginlegt vörunúmer:

Ef hak er sett í þennan reit, mun kerfið gera ráð fyrir að vörunúmer frá birgja sé það sama og hjá viðskiptavini og því varpast vörunúmerin sjálfkrafa.

Tengt

Rafræn skjöl:

Opnar vinnuskjali rafræna reikninga með afmörkun á rafræn skjöl lánardrottins.

Mynda rafræn skjöl:

Hægt er að mynda rafræna pöntun á tilteknum lánardrottni. Sjá nánari lýsingu hér.