Hoppa yfir í efnið

Uppsetning rafrænna reikninga

Áður en kerfið er tekið í notkun þarf að fylla út uppsetningu rafrænna reikninga.

alt text

Almennt:

Fjárhagslykill afrúnnunar:

Fjárhagslykill sem verður notaður til að bóka auramismun á rafrænum reikningum.

eSkjal sjálfgefinn staðall:

Hér skal skilgreina sjálfgefinn staðal til að senda rafræna reikninga úr kerfinu.

eSkjal sjálfgefin tegund:

Hér skal skilgreina sjálfgefna tegund rafrænna reikninga til að senda rafræna reikninga úr kerfinu.

Kennitölureitur lánardrottna:

Hér skal skilgreina hvaða reitur í töflu "Lánardrottnar" inniheldur kennitöluna.

Kennitölureitur viðskiptamanna:

Hér skal skilgreina hvaða reitur í töflu "Viðskiptamenn" inniheldur kennitöluna.

Sjálfg. bókunartexti:

Hægt er að velja sjálfgefinn bókunartexti úr rafrænum reikningum. Sjá nánari lýsingu hér.

Athuganir:

Mesta afrúnnunarupphæð:

Hér skal skilgreina mestu afrúnunarupphæð milli haus og línu sem kerfið samþykkir á rafrænum reikningi. Þessi reitur stýrir villutékkinu á rafræna reikningnum þegar reynt er að búa til NAV skjal.

Eiginleikar til vörpunar:

Er sérreitur sem á ekki að vera í kerfinu.

Mesta frávik VSK prósentu (%):

Á alltaf að vera sett á 0 þar sem kerfið á ekki að heimila að búa til NAV skjal með öðrum VSK prósentum en á rafrænum reikningi.

Leita að villum í vinnubók:

Ef hak er í þessum reit, leitar kerfið að villum í vinnuskjali um leið og vinnuskjalið er opnað. Það er ekki mælt með því að nota þetta þegar um mikinn fjölda rafrænna skjala er að ræða.

Banki:

Bankaupplýsingar eru sendar á rafrænum sölureikningum.

Útibú:

Bankanúmer bankareiknings fyrirtækisins.

Höfuðbók:

Höfuðbók bankareiknings fyrirtækisins.

Reikningsnúmer:

Reikningsnúmer bankareiknings fyrirtækisins.

Stillingar:

Tengja viðhengi:

Ef hak er sett í þennan reit þá mun viðhengi í rafrænum reikningi tengjast við NAV skjal.

Úthlutun kostnaðarauka:

Með þessum reit er hægt að stilla hvernig kostnaðaraukareikningar eiga að vera úthlutaðir á móttöku. Möguleikar í boði eru: "Jafnt", "Eftir Upphæð", "Eftir þyngd" og "Eftir stærð".

Nr. röð reikninga:

Hér skal skilgreina númeraröð innkaupareikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.

Nr. röð bókaða reikninga:

Hér skal skilgreina númeraröð bókaðra innkaupareikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.

Nr. röð kreditreikninga:

Hér skal skilgreina númeraröð innkaupakreditreikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.

Nr. röð bókaðra kreditreikninga:

Hér skal skilgreina númeraröð bókaðra innkaupakreditreikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.

Nota heimilisf. frá rafr. skjali:

Nota lýsingu frá möppun:

Ef hakað er í þennan reit verður lýsingin á fjárhagslínum tekin úr möppunum, á BC reikningum stofnuðum út frá rafrænum reikningum.

Bæta við afhendingarstað á kreditreikninga:

Ef hakað er í þennan reit bætist afhendingarstaður við kreditreikninga. Ef upp koma vandamál skaltu íhuga að óvirkja þennan valkost.

Nota Unimaze Approvals bókunarlýsingar

Ef hakað er í þennan reit virkjast aukinn stuðningur við Unimaze Approvals bókunarupplýsingar. Sjá nánar hér

Nota ytri víddir

Ef hakað er í þennan reit virkjast virkni sem felur í sér innlestur á ytri víddum byggðum á staðli Peppol í BII skeytum og samsvörun þeirra við BC víddir. Sjá nánar hér

Villur:

alt text

Senda tölvupósta vegna villna:

Ef hakað er í þennan reit þá sendir kerfið tölvpósta til villuviðtakanda þegar villa er á rafrænum reikningi.

Póstfang villusendanda:

Póstfang sem kerfið mun nota til að senda tölvupósta frá vegna villna.

Email fyrir villuviðtakanda villuskilaboða:

Póstfang sem kerfið mun nota til að senda tölvupósta til vegna villna.

Sleppa athugun skjals fyrir okkur:

Ef hakað er í þennan reit þá sleppur kerfið að athuga hvort það sé misræmi milli viðtakanda reiknings og kennitölu í stofngögnum fyrirtækisins.

Sleppa VSK athugun í vörpun:

Ef hakað er í þennan reit þá sleppur kerfið að athuga hvort það sé misræmi milli VSK á rafrænum reikningi og vörpun t.d. vöru eða fjárhagsreikning.

Tíðni endursendinga:

Ef reikningur á leiðinni út lendir á villu er hægt að láta kerfið reyna aftur að senda nokkrum mínútum seinna. Ef svo er, þá á að skilgreina tímabilið í þessum reit.

Ítarlegt:

Tengt LS Retail:

Gefur til kynna að kerfið er tengt við LS Retail.

EDI:

X400 pósthólf:

X400 pósthólf fyrir EDI sendingar.

EDI dreifingaraðili:

EDI dreifingaraðili fyrir EDI sendingar.

Nota vörustrikam. úr eDocs:

Ef hakað er í þennan reit sendir kerfið strikamerki í staðinn fyrir vörunúmer í rafrænum reikningum. Gildir bara fyrir EDI sendingar.

Nota pöntunaraðsetur

Ef hakað er í þennan reit sendir kerfið EAN númer aðsetursins sem er undir pöntunaraðsetur á innkaupapöntun, sé það ekki til staðar sendir kerfið EAN númer lánardrottins.

Stofngögn:

Athuga að það þarf að skrá EAN kennitölu fyrir sendingar í stofngögn. Sjá nánari lýsingu hér.

Aðgerðir

Nýtt

Stofna varpanir:

Stofna varpanir fyrir rafræn skjöl. Kerfið leitar í öllum innkaupaskjölum að vörunúmeri lánardrottins miðað við vörunúmer. Ef það finnst stofna þá varpanir á vörunúmer lánardrottins í vörunúmeri í kerfinu. Sjá nánari lýsingu hér

Vinna

EAN kenni birgðastöðvar:

Opna lista yfir EAN kenni birgðastöðvar ef á að senda EDI pantanir frá birgðageymslu. Sjá nánari lýsingu hér

Varpanir:

Opna lista yfir alla varpanir í kerfinu. Sjá nánari lýsingu hér

Uppsetning bókunarlýsingar:

Opna lista bókunartextastillinga. Sjá nánari lýsingu hér

Stillingar á rafrænum reikningum viðskiptavinar:

Opna stillingar á rafrænum reikningum viðskiptavins. Sjá nánari lýsingu hér

Stillingar rafrænna skjala lánardrottins:

Opna stillingar á rafrænum reikningum lánardrottins. Sjá nánari lýsingu hér