Hoppa yfir í efnið

Stuðningur við Samþykktakerfi Unimaze

Bókhaldslykill (e. Accounting Cost)

Í Samþykktakerfi Unimaze er hægt að setja bókhaldslykil (e. Accounting Cost) annað hvort á reikningshaus eða -línu.

Þá er hugmyndin að ef bókhaldslykill er settur á hausinn þá eigi hann að fara á allar línur. Ef hann er settur á línu á hann að fara á þá línu sem hann er settur á. Loks ef bókhaldslykill er settur á bæði haus og línur á lykillinn í hausnum að fara á allar línur nema þær sem sett er sérstaklega á.

Kveikja á virkni

Hægt er að kveikja á auknum stuðningi við þessa bókhaldslykla með því að haka við "Nota Unimaze Approvals bókunarlýsingar"

Virkja Unimaze Approvals Stuðning

Ef sá valmöguleiki er virkur býr kerfið til eDoc varpanir frá vörum yfir í fjárhagsreikninga sjálfvirkt þar sem bókunarupplýsingar á annað hvort haus eða línu eru notaðar sem fjárhagsreikningskóti. Bókhaldslykill á línu hefur þá hærri forgang en á haus.

Sleppa virkni fyrir einstaka reikninga

Hægt er að sleppa þessari virkni fyrir einstaka reikninga með því að haka við "Sleppa Unimaze bókunarupplýsingum" undir "Athugun" á rafrænum reikningi.

Sleppa Unimaze Approvals Accounting Cost Stuðningi

Víddir (e. Reference Identifiers)

Í Samþykktakerfi Unimaze er hægt að setja víddir (e. Reference Identifier) á reikningshausa og línur.

Víddir úr Samþykktakerfi Unimaze byggja á staðli frá Peppol (sjá hér).

Til að þessar víddir skili sér alla leið á reikning í BC þarf að virkja "Ytri víddir" í Uppsetningu rafrænna reikninga. Einnig þarf að mynda uppsetningarfærslur fyrir þær ytri víddir sem á að styðja við og samsvörun þeirra við BC víddir.

Sjá uppsetningu ytri vídda og notkun þeirra nánar hér.

Athugið að þessar víddir eru einungis studdar í innlestri BII skeyta.