Hoppa yfir í efnið

Vinnuskjal rafrænna reikninga

Vinnuskjalið rafrænna reikninga er hjarta kerfisins þar sem hægt er að sækja, senda, opna og vinna með rafræna reikninga.

alt text

Sía

Dags. afmörkun:

Hægt er að afmarka vinnuskjalið til að skoða rafræna reikninga eftir dagsetningarafmörkun.

Aðeins með villu:

Hægt er að afmarka vinnuskjalið til að skoða eingöngu rafræna reikninga sem eru á villu.

Staða:

Hægt er að afmarka vinnuskjalið til að skoða rafrænna reikninga eftir stöðu, annaðhvort "Lokið" eða "Ólokið".

Sjálfgefið opnast vinnuskjalið með afmörkun á "Ólokið".

Átt skjals

Afmörkun á innfærslur:

Hægt er að afmarka vinnuskjalið til að skoða eingöngu rafræna reikninga sem eru á innleið.

Afmörkun á útfærslur:

Hægt er að afmarka vinnuskjalið til að skoða eingöngu rafræna reikninga sem eru á útleið.

Aðgerðir:

Skoða:

Þegar smellt er á skoða, opnast valdi rafræni reikningurinn. Sjá nánari lýsingu hér.

Sækja skjöl f. öll dreifisvæði:

Sækir öll tiltæk rafræn skjöl frá öllum skeytamiðlurunum.

Senda skjöl f. öll dreifisvæði:

Sendir alla tiltæka rafræna reikninga út til allra skeytamiðlarana.

Skrá skjal í BC:

Reynir að stofna sölupantanir eða innkaupareikninga út frá sóttum rafrænum skjölum. Sjá nánari lýsingu hér.

Athuga skjöl:

Kerfið athugar öll rafræn skjöl sem eru ólokin og leitar að villum í þeim.

Allar villur:

Opnar villulista rafrænna reikninga. Sjá nánari lýsingu hér.

Uppfæra öll skjöl á útleið:

Ef reikningar á útleið eru ekki með stöðu "Send OK" og einhverjar forsendur hafa breyst í kerfinu þá er hægt að velja þessa aðgerð til að uppfæra þá áður þeir sendast út.

Vefsvæði:

Undir þessum flipa er hægt að finna flýtileið til að opna vefgátt fyrir dreifisvæðin InExchange, Unimaze og Deloitte.

Niðurhala rafrænt skjal

Hleður niður rafrænt skjal sem er hægt að opna í vafra. Flýtileið á lyklaborði er Ctrl + Shift + E.