Hoppa yfir í efnið

Rafrænn reikningur

Almennt:

alt text

Dreifisvæði:

Kóði dreifisvæðis.

Nr. skjals:

Númer rafræns reiknings skv. númeraröð.

Tegund skjals:

Getur verið Reikningur-inn, Reikningur-Út, Kreditreikningur-inn, Kreditreikningur-Út, Pöntun-inn.

Kenni:

Númer reiknings eða kreditreiknings úr NAV í rafrænun reikning á útleið. Reikningsnúmer lánardrottins í rafrænun reikning á innleið.

Viðskiptav./Lánardr.:

Kennitala viðskiptavinar í rafrænum reikning á útleið eða pantanir á innleið. Kennitala lánardrottins í rafrænum reikning á innleið.

Nafn viðsk./lánardr.:

Nafn viðskiptavinar í rafrænum reikning á útleið eða pantanir á innleið. Nafn lánardrottins í rafrænum reikning á innleið.

Nafn birgja:

Nafn fyrirtækisins, úr stofngögnum, í rafrænum reikning á útleið eða pantanir á innleið. Nafn birgja í rafrænum reikning á innleið.

Aðilar:

Aðilar í rafrænum reikningum. Sjá nánari lýsingu hér.

BC staða:

Staða rafræns reiknings í BC. Möguleikar eru: Lesið, Ath. með villum, Athugað OK, Flutt í NAV skjal, Sendist, Sendist OK.

Gerð eDoc skjals:

Gerð skjals. Möguleikarnir eru: BII, NES, EDI.

Villur:

Sýnir hve margar villur eru á rafrænum reikningi. Hægt er að smella á töluna til að opna villulistann. Sjá nánari lýsingu hér.

BC tegund:

Segir til um hvaða skjal í BC tengist rafrænum reikningi. T.d. Bókaður sölureikningur fyrir rafrænan reikning á útleið.

Númer NAV skjals tengt rafrænum reikningi t.d. númer innkaupareiknings.

Fjöldi viðhengja:

Fjöldi viðhengja á rafrænum reikningi. Hægt er að smella á töluna til að opna viðhengislistann.

Bókunardags.:

Bókunardags reiknings.

Reikningsgerð:

Kóði reikningsgerðar skv. staðlinum.

Athugasemd:

Athugasemd á rafrænum reikningi.

Greiðsluskilmálar:

Greiðsluskilmálar á rafrænum reikningi.

Upphaf tímabils:

Fyrri afhendingardagsetning fyrir sölupöntun.

Lok tímabils:

Síðasta afhendingardagsetning fyrir sölupöntun.

Pöntunarnúmer:

Pöntunarnúmer þegar um sölupöntun er að ræða eða þegar um innkaupareikning er að ræða ef pöntunarnúmer er sent frá birgja.

Bókunarupplýsingar:

Bókunarupplýsingar á rafrænum reikningi. Getur verið allskonar sem birgi setur í bókunarupplýsingar.

Tilvísun í pöntun:

Fyrir innkaupareikninga á innleið, vísun í pöntunarnúmer birgja.

Tilvísun í tilboð:

Fyrir innkaupareikninga á innleið, vísun í tilboðsnúmer birgja.

Afh. dags:

Afhendingardagsetning sölupöntunar ef fyllt út hjá viðskiptavini.

Breytt í/frá BC:

Dagsetning og tími sem rafrænum reikningi var breytt í NAV skjal eða úr NAV skjali í rafrænan reikning.

Sent/Móttekið:

Dagsetning og tími sem rafrænn reikningur var sendur eða móttekinn.

Færslubókarnúmer viðskiptamanns:

Viðskiptamannafærsla á bakvið rafrænan reikning á útleið. Hægt að smella á númerið til að opna viðskiptamannafærslur.

Fjöldi sendingartilrauna:

Segir til um hve mörg sinnum var reynt að senda rafrænan reikning út áður en það tókst.

Línur

alt text

Vörunúmer seljanda:

Vörunúmer á reikningnum.

Nafn:

Nafn á vöru.

Lýsing:

Lýsing vöru. Stundum er sett inn önnur lýsing en nafnið á vörunni.

Reikningsfært magn:

Magn vöru í sölumælieiningu.

Einingarverð:

Einingarverð vöru.

Samtala línu:

Verð á hverri línu, reiknað út frá reikningsfærðu magni og einingarverði.

Mælieining:

Mælieining á rafrænum reikningi. Þeirri mælieiningu er svo varpað á mælieiningar í kerfinu. Sjá nánari lýsingu hér.

Bókunarupplýsingar:

Bókunarupplýsingar settar á línuna. Getur verið allskonar sem birgi setur í bókunarupplýsingar.

Er með verðhækkun:

Er alltaf nei og notað þegar afsláttur er á línunni.

Afsláttur (sem stuðull):

Afsláttur á línunni.

Verðlækkunarupphæð:

Upphæð afsláttar á línunni.

Afsláttargrunnverð:

Grunnverð á afslætti.

Varpast á:

Vörunúmer eða fjárhagsreikningur sem varan varpast á.

Varpast á lýsing:

Lýsing á vörpuninni.

Samtals:

alt text

Samtala lína:

Samtals upphæð lína.

Samtals upphæð án VSK:

Samtals upphæð án VSK á reikningi.

Samtals VSK upphæð:

Samtals VSK upphæð á reikningi.

VSK línur:

Fjöldi lína með VSK á reikningi. Sjá nánari lýsingu hér.

Samtals upphæð með VSK:

Samtals upphæð með VSK á reikningi.

Samtala afsláttar:

Samtals afsláttarupphæð á reikningi.

Fyrirfram greitt:

Upphæð fyrirfram greiðslu á reikningi.

Aurajöfnun:

Aurajöfnun á reikningi.

Upphæð til greiðslu:

Upphæð til greiðslu á reikningi.

Gjaldmiðill kóti:

Gjaldmiðilskóti reiknings. Oftast ISK fyrir rafræna reikninga innanlands.

Athuganir:

alt text

Sleppa athugun á móttakanda:

Ef hakað er í þennan reit, þá sleppir kerfið að athuga hvort móttakandinn er réttur m.v. sendanda rafrænna reikninga.

Sleppa VSK prósentu athugun:

Ef hakað er í þennan reit, þá sleppir kerfið að athuga hvort VSK prósentur á vörpunum stemma við VSK prósentu á reikningi.

Sleppa afrúnunnarathugun:

Ef hakað er í þennan reit, þá sleppir kerfið að athuga afrúnun og því stofnast innkaupareikningur óháð því hvort samtals upphæð í línum stemmir við upphæð í haus.

Sleppa athuga á pöntunartilvísun:

Ef hakað er í þennan reit, þá sleppir kerfið að athuga pöntunartilvísun.

Aðgerðir:

Athuga skjal:

Kerfið athugar hvort það séu villur í reikningnum.

Skrá skjal í BC:

Reynir að stofna sölupöntun eða innkaupareikning út frá rafrænu skjali. Sjá nánari lýsingu hér.

Endurgera:

Virkar fyrir reikningaa á útleið. Hægt að velja þessa aðgerð ef einhverjar forsendur hafa breyst eftir að rafrænn reikningur varð til og á meðan hann er ósendur. Þá endurgerir kerfið rafræna reikninginn.

Senda:

Senda þennan rafræna reikning út til skeytamiðlara.

Viðhengi:

Opnar lista yfir viðhengi á rafræna reikningnum.

Birta í vafra:

Kerfið sækir HTML reikning til að birta í vafra. Flýtileið fyrir aðgerðinni er Ctrl + Shift + E.

Sýna upprunalegt skjal:

Kerfið sækir XML skjal fyrir rafræna reikninginn.

Sækja afrit af skjalinu:

Gildir bara fyrir reikninga á útleið, kerfið sækir XML skjalið fyrir rafræna reikninginn.

Tengt:

Varpanir:

Varpanir fyrir rafrænan reikning. Sjá nánari lýsingu hér.