Hoppa yfir í efnið

Ytri víddir reikninga á innleið

Rafrænir reikningar styðja innlestur og vinnslu á ytri víddum sem byggja á staðli Peppol (sjá hér). Eins og staðan er í dag er sú virkni bara studd fyrir BII reikninga og kreditreikninga á innleið.

Uppsetning

Kveikja á virkni

Til að kveikja á stuðningi við ytri víddir þarf að haka við reitinn "Nota ytri víddir" undir "Stillingar" á "Uppsetning rafrænna reikninga" síðunni.

Virkja Ytri Víddir

Undir þeim reit er einnig hægt að smella á "Setja upp ytri víddavarpanir..." til að opna "eDoc Uppsetning ytri víddavarpana" síðuna. Hún er notuð til að halda utan um samsvörun á milli ytri vídda og BC vídda. Á þeirri síðu þarf að vera til færsla fyrir hverja ytri vídd sem á að styðja við (sjá nánar undir Vinnuflæði að neðan).

Uppsetning Ytri Víddarvarpana

Vinnuflæði

Ef búið er að kveikja á virkni (sjá Uppsetningu að ofan) má nálgast Ytri víddir sem fylgdu rafrænum reikningi á Rafrænn reikningur síðunni (sem opnast þegar ýtt er á reikning í Vinnuskjali rafrænna reikninga).

Víddirnar eru þá aðgengilegar í reitnum Ytri víddir og auk þess má sjá línuvíddir á hverri línu í gegnum Ytri línuvíddir.

Ytri víddir á Rafrænn Reikningur síðu

Það ætti ekki að vera þörf á að opna línuvíddirnar beint (þó það sé hægt til upplýsingar) þar sem yfirlit yfir þær er einnig aðgengilegt á síðunni sem opnast þegar ýtt er á gildið í Ytri víddir.

Ytri víddir síða

Eins og sjá má á myndinni að ofan vantar öll BC víddargildi, en þau eru nauðsynleg til að vörpun geti átt sér stað og víddirnar komist alla leið. Það er vegna þess að það á eftir að bæta við uppsetningarfærslum fyrir þessar víddir. Meldingar þess efnis skila sér í Villulista rafrænna reikninga.

Ytri víddir uppsetning ekki til

Uppsetning stakra ytri vídda

Fyrir hverja ytri vídd þarf að skilgreina uppsetningarfærslu sem heldur utan um samsvörun hennar við BC vídd.

Til að auðvelda vinnuna við uppsetningu var útfærð virkni sem bætir tómum færslum í uppsetningartöfluna fyrir þær ytri víddir sem ekki er til færsla fyrir þegar.

Í fyrsta lagi er hægt að gera þetta tengt einu skjali fyrir þær víddir sem fylgdu með skjalinu. Um er að ræða aðgerðina Bæta við víddauppsetningarfærslum (Flýtilykill: Ctrl + Shift + E) á síðunni sem opnast þegar ýtt er á Ytri víddir gildið á Rafrænum reikningi.

Ytri víddir síða - Bæta við víddauppsetningarfærslum

Athugið að á sömu síðu er að finna aðgerðina "Uppsetning varpana ytri vídda"(Flýtilykill: Ctrl + Shift + R) undir Tengt, sem er önnur leið til að opna "Uppsetningu ytri víddarvarpana" (Fyrri leiðin er að opna hana út frá uppsetningu rafrænna reikninga eins og sjá má í kaflanum Kveikja á virkni að ofan).

Önnur leið til að bæta við þessum færslum er að finna á uppsetningarsíðunni sjálfri ("eDoc Uppsetning ytri víddavarpana"). Þar er aðgerðin Bæta við fengnum ytri víddum. Hún gerir það sama og aðgerðin Bæta við víddauppsetningarfærslum að ofan fyrir utan að hún er ekki bundin við einn rafrænan reikning, heldur fer hún í gegnum allar fengnar ytri víddir í öllum rafrænum reikningum og bætir við þeim sem vantar í uppsetningartöfluna.

Uppsetning vídda - Bæta við fengnum víddum

Á síðunni er einnig að finna aðgerðina Opna skjölun staðals sem opnar skjölun Peppol staðalsins sem víddirnar eru byggðar á.

Þegar búið er að mynda færslurnar sem vantar þarf að tengja þær við BC víddir. Lýsing ytri víddar reiturinn er valfrjáls og hugsaður sem aukin upplýsingagjöf ef vilji er fyrir því. T.d. væri hér hægt að setja inn Peppol lýsinguna úr skjölun víddastaðalsins.

Uppsetning vídda - Fylla í BC gildi

Eftir að uppsetningu er lokið eiga BC Víddarkótar ytri vídda að birtast á eDoc Ytri víddir síðunni sem opnast út frá Rafrænum reikningi.

Uppsetning vídda - Fylla í BC gildi

Villur

Ef engar villur sem byrja á "(Ytri víddir)" er að finna í Villulista Rafræns reiknings gefur það til kynna að allar ytri víddir séu rétt settar upp í BC og þarf þá ekki að huga að þeim frekar. Þegar skjalið er skráð í BC fylgja þær þá með á viðeigandi reikningshaus og -línur.

Segjum að við fáum inn ytri vídd með kóta ABC og gildi 123 og við viljum að víddin samsvari BC víddinni XYZ.

Villur tengdar þessari ytri vídd sem geta komið fram í Villulista rafræns reiknings eru eftirfarandi:

1. "(Ytri víddir) eDoc Uppsetning varpana ytri vídda er ekki til fyrir Ytri víddarkóta ABC"

Gefur til kynna að uppsetningarfærslu vanti fyrir ytri vídd ABC sem fylgdi með reikningnum. Það þarf að bæta henni við hvort sem það er gert handvirkt eða með hjálp aðgerðanna sem minnst er á undir Uppsetning stakra ytri vídda að ofan.

2. "(Ytri víddir) eDoc Uppsetning varpana ytri vídda ABC hefur tómt BC víddargildi. Vinsamlegast takið fram hvaða BC vídd á að samsvara ytri víddinni ABC."

Uppsetningarfærsla á síðunni eDoc Uppsetning varpana ytri vídda er til fyrir ytri víddina ABC en það á eftir að setja inn samsvarandi BC vídd í færslunni.

3. "(Ytri víddir) Víddin XYZ er ekki til í BC."

Þetta er ólíklegt tilfelli þar sem BC víddir í uppsetningarfærslu eru stilltar með uppflettingu í BC víddir. Villan gefur samt sem áður til kynna að BC víddin sem er tekin fram í uppsetningarfærslu tengdri tiltekinni ytri vídd finnist ekki í BC. Henni hafi þá líklega verið eytt.

4. "(Ytri víddir) Víddargildi með kóta XYZ og gildi 123 er ekki til í BC."

Villan gefur til kynna að víddargildi fenginnar ytri víddar finnist ekki sem víddargildi í BC.

Eins og segir að ofan er XYZ víddarkótinn í BC hér en hann er tekinn fram í uppsetningarfærslu ytri víddarinnar. 123 er þá víddargildið á fenginni ytri vídd sem gert er ráð fyrir að þurfi að vera til staðar eins í BC en ef svo er ekki á villan sér stað.

Lausnin er þá að bæta fengnu 123 gildi við víddina XYZ í BC sbr. mynd:

Sleppa ytri víddum

Sleppa virkni fyrir einstaka reikninga

Ef sleppa á villuleit og vinnslu á ytri víddum fyrir einstaka reikninga er hægt að haka við reitinn Sleppa ytri víddum undir Athuganir á Rafrænn reikningur síðunni.

Sleppa ytri víddum