Taka á móti innkaupareikning
Innkaupareikningar eru sóttir í vinnuskjal jafnóðum og þær berast frá skeytamiðlara.
1. Innkaupareikningur án innkaupapöntunar:
Ef engin innkaupapöntun var til staðar stofnast innkaupareikningur út frá rafrænum reikningi og flæðir þannig í kerfinu.
2. Innkaupareikningur út frá innkaupapöntun:
Þegar reikningur berst svo frá birgjanum þá inniheldur hann vonandi pöntunartilvísun. Þessi tilvísun er notuð til að tengja NAV reikninginn sem verður til við upphaflegu pöntunina
Hægt er að nálgast pöntun á innkaupareikningsspjaldinu með því að smella á Viðhengi.
Þegar smellt er á tengilinn fyrir innkaupapöntunina opnast spjald með pöntuninni sem vísað er í af tilteknum reikningi. Á sama hátt eru tenglar í pöntuninni á alla þá reikninga sem vísa í þá pöntun.
3. Meðhöndlun innkaupareikninga á innleið:
Ef kerfið finnur villu í skjalinu vegna vantana á vörpunum, þarf notandinn að vinna úr því. Sjá nánari lýsingu hér.
Ef kerfið finnur enga villu, er hægt að skrá skjalið í NAV. Sjá nánari lýsingu hér.