Skrá skjal í NAV
Þegar rafrænn reikningur/pöntun hefur verið móttekinn í vinnuskjali er hægt að skrá skjalið í NAV.
1. Rafrænn reikningur/pöntun í vinnuskjali eftir að NAV skjal hefur verið stofnað:
Staðan á rafrænum reikningi/pöntunin breytist í "Flutt í NAV skjal" og reikningurinn/pöntunin færist undir "Lokið" á vinnuskjalinu.
2. Opna innkaupareikninginn/sölupöntunina:
Innkaupareikningur/sölupöntun hefur verið búinn til.
Í upplýsingakassa fyrir skjalaskrár á innleið er hægt að skoða Html skjalið sem fylgir rafrænum reikningum auk annarra viðhengja.
Ef vörunúmer sem notað er í vörpunum er lokað þá skráist á reikningslínu/sölupöntun athugasemd og vörunúmerið er í lýsingu.
Undir Tengt - Rafrænt skjal er hægt að opna rafrænan reikning.
Nú er hægt að fara yfir reikninginn/pöntunina og senda hann til samþykktar og/eða bóka.