Skrá margar víddir í vörpunum
Þegar margar víddir eru notaðar í kerfinu þarf notandinn að geta varpað bókunarupplýsingum á margar víddir í reikningshaus og reikningslínum.
Hér verður útskýrt hvernig hægt er að skrá vörpun á margar víddir á rafrænum reikning.
- Opna varpanir á rafrænum reikning:
Þar sem eSkjal tegund er Bókunarupplýsingar, er hægt að velja NAV tegund sem Vídd, sem dæmi Deild/Verk. Undir Nav Kenni 1 er síðan sett inn Vídd og víddargildi undir NAV kenni 2.
Ef á að skrá sérstaka vídd á reikningslínu þá þarf að velja eSkjal tegund = Vara og bæta við bókunarupplýsingar í eSkjal tegund 2 og gildi þess í eSkjal kenni 2. Eftir það er hægt að skrá Vídd í NAV tegund, víddina í NAV kenni 1 og víddargildi undir NAV kenni 2.
- Skrá skjalið í NAV:
Þegar hefur verið valið að skrá skjal í NAV þá stofnast innkaupareikningurinn. Hægt er að sjá víddirnar á reikningshaus og á reikningslínum skv. vörpunum.