Uppsetning rafrænna reikninga
Aðstoð með uppsetningu flýtir fyrir uppsetningu á rafrænum reikningum með því að sérstilla marga reiti og gera tilbúið fyrir notanda að velja.
Uppsetning dreifisvæða
Veljið hvort þið notist við BII eða EDI til að senda og taka á móti rafrænum skjölum.
Uppsetning á BII dreifisvæði
Þessi síða birtist ef hakað er við BII í Uppsetningu dreifisvæða.
Veljið tegund dreifisvæðis, notendanafn og lykilorð.
Smellið á að prófa tengingu til að athuga hvort kerfi nái að tala við tollmiðlara.
Uppsetning á EDI dreifisvæði
Þessi síða birtist ef hakað er við EDI í Uppsetningu dreifisvæða.
Veljið tegund dreifisvæðis, notendanafn og lykilorð.
Smellið á að prófa tengingu til að athuga hvort kerfi nái að tala við tollmiðlara.
Sérstillingar rafrænna reikninga
Hér er valinn Fjárhagslykill afrúnunnar og Sjálfg. bókunartexti. 8640 og Standard er sjálfgefið en þessu má breyta eftir hentisemi.
Sérstök númerasería fyrir rafræna reikninga
Skilgreinið hvort þið viljið aðskilja númeraseríur rafrænna reikninga og hefðbundinna reikninga.
Númeraseríur rafrænna reikninga
Þessi síða birtist ef hakað er við að nota sérstakar númeraseríur fyrir rafræna reikninga.
Nr. röð reikninga:
Hér skal skilgreina númeraröð innkaupareikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.
Nr. röð bókaða reikninga:
Hér skal skilgreina númeraröð bókaðra innkaupareikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.
Nr. röð kreditreikninga:
Hér skal skilgreina númeraröð innkaupakreditreikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.
Nr. röð bókaðra kreditreikninga:
Hér skal skilgreina númeraröð bókaðra innkaupakreditreikninga ef kerfið á ekki að nota númeraröðina sem tilgreind er í innkaupagrunni.
EDI uppsetning
Þessi síða birtist ef hakað er við EDI í Uppsetningu dreifisvæða.
Setjið inn ykkar X400 pósthólf og dreifingaraðila fyrir EDI sendingar.
'SKOT-UT' er sjálfgefið fyrir EDI dreifingaraðila.
Samantekt
Hér má sjá samantekt yfir uppsetningu. Veljið ljúka þegar allt er klárt.