Vinnsluraðarfærsla
Hægt er að setja upp vinnsluröð þannig að inn- og útlestur rafrænna reikninga verði sjálfvirkur.
Ný vinnsluraðarfærsla er gerð fyrir codeunit og hlutakenni keyrslu er númer 10041560, fyrir Appsource útgáfu.
Vinnsluröðin framkvæmir þá reglulega útlestur, innlestur og skráir skjöl í NAV. Þannig að eingöngu reikningar á villu eiga að verða eftir óloknir í vinnuskjali rafrænna reikninga.
Auk þess þarf að haka í "Sjálfvirk vinnsla á dreifisvæði" svo sjálfvirka keyrslan virki. Sjá nánari lýsingu hér.
Ef vilji er fyrir því að skipta keyrslunni upp eftir því hvort eigi að senda skjöl eða sækja þau er hægt að afmarka virknina með færibreytustreng á vinnsluröðinni. Möguleg gildi eru þá OnlyFetch ef bara á að sækja og OnlySend ef bara á að senda.