Búa til rafrænt skjal úr bókuðum sölureikningi eða kreditreikningi
1. Viðskiptamaður óskar eftir að fá send rafræn skjöl.
Það þarf að vita hvaða tegund af eSkjali viðskiptavinurinn getur tekið á móti (BII, NES, EDI).
Svo þarf að fylla út í reitina undir flipanum "Rafræn skjöl" á viðskiptamannaspjaldi. Sjá nánari lýsingu hér.
2. Búa til rafrænt skjal úr bókuðum sölureikningi:
Velja bókaðan sölureikning og svo Aðgerðir - Búa til rafrænt skjal.
3. Sölureikningurinn stofnast rafrænt:
Ef viðskiptamannaspjaldið er fyllt út fyrir rafræn skjöl þá myndast sjálfkrafa rafrænn reikningur á útleið. Ef viðskiptamaður er ekki skráður í rafræn skjöl býðst notandann um að opna viðskiptamannaspjaldið og skrá hann í rafræn skjöl. Þegar hann velur Í lagi heldur keyrslan áfram og býr til rafrænt skjal úr bókuðum sölureikningi.
Hægt er að skoða það í vinnuskjali rafrænna reikninga.
4. Senda rafrænan reikning:
Reikningurinn stofnast með stöðu "Sendist".
Notandinn þarf að velja "Vinnsla - Senda skjöl f. öll dreifisvæði" til þess að reikningurinn fari út til skeytamiðlara. Hægt er að setja upp sjálfvirkni í verkraðarfærslu. Sjá nánari lýsingu hér.
Þá breytist staðan í "Sending OK" og rafræni reikningurinn færist undir stöðu "Lokið" í vinnuskjalinu.
Hægt er að opna rafrænan reikningi með því að velja Tengt - Rafrænt skjal úr bókuðum sölureikningi.