Senda innkaupapöntun
Rafrænir Reikningar styðja sendingu pantana á birgja.
1. Lánardrottnaspjald:
Vegna innkaupapantana hjá heildsölu er oft nauðsynlegt að senda pöntun í grunnmælieiningu. Þetta er stillt á lánardrottnaspjaldi.
Ef það á að nota grunnmælieiningu þarf fyrst að haka í þennan reit á lánardrottnaspjaldinu undir flipanum "Rafræn skjöl".
Svo þarf að skrá dreifisvæði, gerð eDoc skjals, EAN kenni og x400 pósthólf.
2. Innkaupapöntun:
Innkaupapöntunin er skráð í innkaupamælieiningu. Í okkar dæmi er það KASSI sem inniheldur 10 stykki.
Reikningsnúmer lánardrottins er skilið eftir tómt.
3. Rafræn pöntun á útleið stofnuð:
Um leið og innkaupapöntunin er útgefin, þá stofnast rafræn pöntun á útleið í vinnuskjalinu.
4. Rafræn pöntun:
Rafræn pöntun var stofnuð með 100 stykkjum skv. okkar dæmi þar sem átti að nota grunnmælieiningu vöru til þess að senda rafrænt til birgja.