Hoppa yfir í efni

Varpanir

Varpanir eru notaðar til að mynda NAV skjal úr rafrænum reikningum. Notendur þurfa að skrá varpanir á hvert skipti sem nýtt skjal berst og kerfið lærir að notar þær ef svipað rafrænt skjal berst aftur inn.

alt text

eSkjal vörpun nr.:

Númer vörpunar, sjálfgefið frá kerfinu.

eSkjal tegund:

Tegund rafræns reiknings. Getur verið Birgi, Vara, Mælieining, Vöruflokkur, Viðskiptamaður, Eiginleiki vöru, Aðsetur lína, Viðbótarvísun skjals eða Bókunarupplýsingar.

eSkjal vörpun nafn:

Gildi fyrir nafn vörpunar, t.d. nafn birgja eða vöru.

eSkja kenni:

Gildi fyrir tegund, t.d. kennitala birgja eða númer vöru.

eSkjal tegund 2:

Oftast bókunarupplýsingar eða eiginleiki vöru.

eSkjal vörpun nafn 2:

Gildi fyrir nafn vörpunar, t.d. nafn birgja eða vöru.

eSkjal kenni 2:

Gildi fyrir tegund 2, t.d. bókunarupplýsing eða eiginleiki vöru.

Skattflokkur:

Hægt er að varpa vörunúmeri eftir skattflokkum ef sama vörunúmer kemur með mismunandi skattflokkum.

Tegund á NAV skjali. Getur verið Fjárhagur, Vara, Birgi, Eign, Kostnaðarauki (vöru), Mælieiningar, Vöruflokkur, Viðskiptamaður, Sendist-til aðsetur, Deild/Verkefni, Vídd, Skilyrt eða Birgðageymsla.

Gildi fyrir tegund í NAV, t.d. kennitala birgja eða númer vöru eða fjárhagsreiknings.

Lýsing í kerfinu:

Lýsing á gildi í NAV.

Önnur gildi til að varpa í NAV skjal. T.d. verkefni þegar deild er valin í NAV kenni 1.

Bóka VSK á NAV kenni 1:

Er eingöngu notað á fjárhagsreikning sem er án vsk. Ef hak er sett í þennan reit þá heimilar kerfið vörpun á fjárhagsreikningi án vsk þó svo að skattflokkur línunnar gefi til kynna að það sé með vsk.

Stofnað af notanda:

Kenni notanda sem skráði vörpunum.

Dags. breytt:

Dagsetning og tími sem vörpun var skráð eða breytt.