Búa til innflutningstollskýrslu með mörgum lánardrottnum
Hér verður lýst ferlinu við að búa til innflutningstollskýrslu út frá innkaupapöntunum frá mismunandi lánardrottnum.
1. Innkaupapantanir búin til á erlendum lánardrottnum:
Innkaupapantanir erfa upplýsingar frá lánardrottnaspjaldi og vöruspjöldum.
Hafa þarf í huga að lánardrottnaspjald sé rétt fyllt út með gjaldmiðilskóta og bókunarflokkar réttir.
Hafa þarf í huga að fylla tollnúmer á vöruspjaldi eða í tollstillingum vörunúmera. Sjá nánari lýsingu hér
2. Búa til nýja tollskýrslu með aðstoð:
Sjá nánari lýsingu hér
Tollskýrslan fyllist sjálfkrafa út með upplýsingum frá sniðmáti og innkaupapöntunum.
Ef margar innkaupapantanir hafa verið valdar og eru í mismunandi gjaldmiðli þá ræður innkaupapöntunin för sem er með hæstu upphæðina í íslenskum krónum.
Þá er sá lánardrottinn líka skráður sem erlendur seljandi á tollskýrslu.
Allar upphæðir umreiknast skv. gjaldmiðli á tollskýrslu sem kemur úr innkaupapöntun með hæsta verðmætið.
3. Klára tollskýrslu, senda til tolls, lesa inn svör, bóka tollskýrslu og innkaup:
Sama meðhöndlun og fyrir einum lánardrottni. Sjá nánari lýsingu hér