Færslubók
Þegar skuldfærslan er komin frá tolli er hægt að bóka VSK til tolls í færslubók ef stillingar tollakerfis bjóða upp á það. VSK til tolls bókast á fjárhagsreikning á móti tollstjóra þar sem það bætist ekki ofan á vöruverð.
Upplýsingar
Bókunardagsetning:
Bókunardagsetning fyllist út frá dagsetningu á CUSTAR skeyti.
Tegund fylgiskjals:
Er alltaf Reikningur.
Númer fylgiskjals:
Kemur sjálfkrafa úr númeraröð á færslubók.
Númer utanaðk. skjals:
Er fyllt út sjálfkrafa með sendingarnúmeri á tollskýrslu. Ef vinnslan hefur verið endurtekin bætist við númer fyrir aftan sendingarnúmer til þess að kerfið heimili bókun.
Tegund reiknings:
Er alltaf Fjárhagsreikningur.
Reikningur nr:
Er reikningsnúmer sem er sett í reit VSK fjárhagsreikning í stillingum tollakerfis. Fer eftir VSK kóða og er sett upp í VSK vörpun. Sjá nánari lýsingu hér.
Heiti reiknings:
Heiti á fjárhagsreikning fyrir VSK til tolls.
Lýsing:
Lýsing á færslu sýnir VSK kóða frá tolli (t.d. Ö6) og sendingarnúmer á tollskýrslu.
Upphæð:
VSK upphæð í CUSTAR skeyti per kóða. Ef margar línur eru með sama kóða þá stofnast bara ein lína í færslubók með samtals VSK.
Tegund mótreiknings:
Er lánardrottinn.
Mótreikningur nr.:
Er kennitala tolls sem er sett upp í stillingum tollakerfis.