Hoppa yfir í efnið

Sækja EDI svör með verkraðarafærslu

Uppsetning í verkraðara

Búið er að setja upp sjálfvirkni í EDI samskiptum við tollinn og úrvinnslu þess í tollakerfinu. Hægt er að búa til verkraðarafærslu sem sækir EDI svör sjálfkrafa með reglulegu millibili.

alt text

Hlutategund í keyrslu:

Hér á að velja Codeunit.

Hlutakenni í keyrslu:

Hér á að velja RdN CC Import EDI sem er annaðhvort númer 10042360 (appsource útgáfa) eða 10040360 (onprem útgáfa).

Endurtekning:

Hér á að velja alla daga vinnuvikunnar.

Upphafstími:

Hér á að velja klukkan hvað keyrslan á að byrja á daginn.

Lokatími:

Hér á að velja klukkan hvað keyrslan á að enda á daginn.

Mínutufj. á milli keyrslu:

Best að hafa sem oftast, t.d. að setja 5 mínutur á milli keyrslna.

Svo þarf að setja verkraðarafærslu á tilbúið og fylgjast með að hún lendi ekki á villu.