Hoppa yfir í efnið

Skuldfærsla frá tolli vegna tollmiðlara

Tollurinn sendir CUSTAR skeyti með skuldfærslunni ef viðskiptavinurinn er ekki með tollkrít.

Skeytið inniheldur upplýsingar um gjöld sem eru skuldfærð í innflutningi.

alt text

Vinnslu lokið:

Ef hakað er í þennan reit þá er búið að vinna úr CUSTAR og innkaupareikningur vegna aðflutningsgjalda hefur verið myndaður á innflutningstollskýrslunni auk sölureikningur til viðskiptamanns fyrir sömu upphæð. Á meðan ekkert hak er í þessum reit er hægt að nota aðgerðina Búa til innkaupareikning út frá CUSTAR á innflutningstollskýrslunni.

EDI tegund:

Tegund svarskeytis frá tolli. Í þessu tilfelli: CUSTAR.

Númer skjals/skeytis:

Oftast fyllt út með sendingarnúmeri innnflutningsskýrslu.

Kennitala:

Kennitala aðila á svarskeytinu.

Dagsetning samþykkis:

Er eingöngu fyllt út ef um CUSTAR er að ræða.

Dagsetning skeytis:

Dagsetning og tími sem EDI skeytið var búið til hjá tollinum.

Tilvísunarnúmer SMT-leyfishafa:

Tilvísunarnúmer frá tolli, inniheldur alltaf tollskýrslunúmer.

Upphæð:

Samtals aðflutningsgjöld og VSK í skeytinu.

alt text

Gjaldalínur

Gjaldalínur eru settar inn á innkaupareikning hjá tollstjóra eftir innlestur og bókaðar sem fjárhagsreiknnigur fyrir aðflutningsgjöld og VSK til tolls skv. stillingum tollakerfis.

Sjá nánari lýsingu hér

Staða tollskýrslu:

Staða tollskýrslu breytist sjálfkrafa í Skuldfærsla í innflutningi. Innkaupareikningur hjá tollstjóra stofnast með aðflutningsgjöldum á fjárhagsreikningi sem sett var inn í stillingum tollakerfis. Eftir því hvernig stillingar tollakerfis eru, bókast innkaupareikningur á tollstjóra sjálfkrafa eða er opin fyrir leiðréttingar og bókun. Einnig er hægt að velja að bóka VSK í færslubók.

Þegar öllu ferlinu er lokið er hægt að bóka innflutningstollskýrslu.

Sjá nánari lýsingu hér