Gjaldalínur
Gjaldalínur sýna öll aðflutningsgjöld og VSK til tolls sem tollur hefur sent til baka í CUSTAR skeyti. Þessi gjöld eru sýnd per þjappaða línu eins og þau koma í svarskeyti.
Upplýsingar
Nr. tollsvars:
Númer svarskeytis frá tolli.
Línunúmer:
Línunúmer á svarskeyti og vísar í línunúmer þjappaðar línu.
Nr. innflutningstollskýrslu:
Tollskýrslunúmer sem er tengt við svarið.
Kóði gjalds/tolls skv. tollskrá í tollakerfinu:
Gjald/toll/vsk sem lagt er á tollskýrslulínu skv. tollskrá, t.d. A eða BV eða Ö6.
Upphæð:
Upphæð per gjald/toll/vsk sem hefur verið reiknað á línunni.
Almennir kóðar:
Kóði vegna uppgjörstímabils á aðflutningsgjöldum, t.d. S2. Út frá því reiknast gjalddagi á aðflutningsgjöldum.