Tollsvar
Sýnir innihald skeytis frá tolli, haus og línur, villukóta o.s.frv.
Upplýsingar
Nr.:
Hlaupandi númer í töflu Tollsvör.
Nr. EDI skjals:
Númer á EDI skjalinu. Stundum sendir tollur mörg tollsvör í einu skeyti og þá hafa þessi tollsvör sama númer EDI skjals.
Dagsetning móttekin:
Dagsetning og tími sem EDI skeyti var lesið inn í kerfið.
Nr. tollskýrslu:
Númer innflutningsskýrslu sem tollur sendir svar fyrir.
Vinnslu lokið:
Ef hakað er í þennan reit þá er búið að vinna úr CUSTAR og innkaupareikningur vegna aðflutningsgjalda hefur verið myndaður á tollskýrslu. Ef ekki er hakað í þennan reit er hægt að nota aðgerðina Búa til innkaupareikning út frá CUSTAR á tollskýrslu.
EDI tegund:
Tegund svarskeytis frá tolli. T.d. CUSGER, CUSERR, CUSDOR eða CUSTAR.
Númer skjals/skilaboða:
Oftast fyllt út með sendingarnúmeri innnflutningsskýrslu.
Kennitala:
Kennitala innflytjanda á svarskeyti.
Kennitala umboðsaðila:
Ef skýrsla hefur verið unnin af tollmiðlara fyllist kennitala hans út í þennan reit.
Kenni staðsetningar:
Kenni tollafgreiðslustöðvar, REYTS fyrir Reykjavík.
Dagsetning heimildar:
Er eingöngu fyllt út ef um CUSTAR er að ræða.
Afhendingarheimild afturkölluð:
Fyllist með dagsetningu ef CUSPAR skeyti er afturkallað.
Dagsetning skeytis:
Dagsetning og tími sem EDI skeyti var búið til hjá tolli.
Dagsetning móttöku tollskýrslu hjá tollstjóra:
Dagsetning sem tollstjóri tók á móti tollskýrslu á EDI.
Dagsetning tilbúið til afgreiðslu hjá tollstjóra:
Dagsetning fyllt út af tollinum.
Lokadagsetning skilafrests:
Lokadagsetning til að skila gögnum beðin af tollstjóra í CUSDOR skeyti.
Tollskýrslu hafnað með athugasemdum:
Ef svarskeyti er vegna athugasemdar frá tollstjóra hakar kerfið sjálfkrafa í þennan reit.
Aðflutningsskýrsla móttekin en tollafgreiðslu hafnað:
Ef svarskeyti er vegna villu hakar kerfið sjálfkrafa í þennan reit.
Senda á starfsmann tolls:
Ef hakað er í þennan reit þá á að senda viðbótarskjöl á starfsmann tolls skv. beiðni um skjöl.
Leyfi veitt:
Hakað er í þennan reit ef leyfi til innflutnings er veitt.
Leyfi afturkallað:
Hakað er í þennan reit ef leyfi til innflutnings er afturkallað.
Frjáls texti (AAP) eða tilkynning um villu:
Er fyllt út ef tollur hefur sett inn frjálsan texta í strengnum AAP.
Frjáls texti 1, 2, 3, 4 og 5:
Er fyllt út ef tollur hefur sett inn frjálsan texta.
Villa í haus:
Hakað er í þennan reit ef það er villa í haus skeytis.
Nr. línuvillu:
Er fyllt út með línunúmeri þar sem villa er skráð af tollstjóra.
Stykkjafjöldi pökkunareininga:
Stykkjafjöldi sendur til tolls.
Tegund umbúða:
Tegund umbúða send til tolls.
Farmskrárnúmer:
Farmskrárnúmer sent til tolls.
Tilvísunarnúmer SMT-leyfishafa:
Tilvísunarnúmer frá tolli, inniheldur alltaf tollskýrslunúmer.
Upphæð:
Samtals aðflutningsgjöld og VSK í skeyti. Er alltaf 0 nema um CUSTAR skeyti sé að ræða.
Gjaldalínur
Sjá nánari lýsingu hér
Tollsvarsvillur
Sjá nánari lýsingu hér
Tollsvars frjáls texti:
Sjá nánari lýsingu hér