Tengja flutningsgjaldareikning við innflutningstollskýrslu
Til að bóka flutningsgjaldareikning með kostnaðarauka á vöru er hægt að nota aðgerð sem tengir kostnaðarauka við innflutningstollskýrslu. Þannig tengist innkaupareikningur við innkaupamóttökur sem eru á tollskýrslu.
- Stofna innkaupareikning.
- Skrá kostnaðarauka í innkaupareikningslínur (Gjald(vara)), magn og ein.verð.
- Velja aðgerð "Setja kostnaðarauka á tollskýrslu" eða "Setja kostnaðarauka á bókaða tollskýrslu".
- Velja tollskýrslu sem um ræðir og velja "OK".
- Þá er úthlutað magn á línu skráð á viðeigandi móttöku.