Megin söluumbúðir
Þessar leiðbeiningar eiga við eftir 01.03.23.
0.5 Uppfæra tollakerfi 01.03.23
- Lesa inn nýja tollskrá
-
Fara inn í 'Stillingar tollakerfis' -> 'Lesa inn gögn frá tolli' og athuga í 'Sölu- og flutningsumbúðir' hvort gögnin hafi ekki komið inn
-
Í 'Stillingar tollkerfis' haka í 'Nota umbúðargjald vegna sölu- og flutningsumbúða'
Þegar þetta er komið er hægt að byrja að setja virknina upp skv. leiðbeiningum hér að neðan
Uppsetning:
1. Lesa inn:
Byrja þarf á því að opna 'Viðmiðunartafla umbúða' og lesa þar inn viðmiðunartöflu:
Sjá nánar um viðmiðunartöflu
2. Setja inn raunmagn söluumbúða (valkvætt)
Ef setja á inn raunmagn umbúða er hægt að opna 'Raunmagn umbúðategundar' og þá opnast síða þar sem er hægt að stilla sínar eigin þyngdir í kg. fyrir umbúðategundina.
Einnig er hægt að gera þetta á tollskýrslu línunni þegar velja á megin söluumbúðir.
Ath. Það þarf ekki að gera þetta skref og hægt er að gera það hvenær sem er.
3. Festa megin söluumbúðir á tollnúmer úr viðmiðunartöflu (valkvætt)
Í tollskránni er hægt að velja megin söluumbúðir fyrir tollnúmer. Ef þetta er gert eru þær umbúðir sjálfvaldar þegar tollskýrsla er mynduð, alltaf er hægt að breyta henni á tollskýrslu línunni
4. Festa megin söluumbúðir á vörunúmer úr viðmiðunartöflu (valkvætt)
Í 'Tollastillingar vörunúmera' er hægt að velja megin söluumbúðir fyrir vörunúmer. Þetta virkar eins og að festa umbúðir fyrir tollnúmer hér að ofan en þetta gildi yfirskrifar gildið fyrir tollnúmerið ef gildi er á báðum stöðum.
Notkun
Fyrir hvert tollanúmer er valið að nota annaðhvort viðmiðunartöfluna eða raunmagn söluumbúða.
Nota viðmiðunartöfluna (%)
Á tollskýrslulínum er reitur 'Megin söluumbúðir viðmiðunartafla', hér eru megin söluumbúðir valdar og kemur viðmiðunar úrvinnslugjald fyrir umbúðunum.
Nota raunmagn (kg)
Á tollskýrslulínum er reitur 'Megin söluumbúðir raunmagn'. Hér koma upp þeir valmöguleikar sem áður hafa verið settir inn og einnig er hægt að bæta við nýjum ef þarf.
Ef bæta á við raunmagni eru megin umbúðirnar valdar og þyngd(kg) sett inn í viðeigandi reiti.
Magntölur
Í magntölu töflunni koma fram kóðarnir 'MSA' ef notuð er viðmiðunartaflan eða 'MSR' ef notuð er raunþyngd. Magnið sem kemur fram er 'Kóði megin söluumbúðar' sem er valin. Hægt er að sjá alla kóðana í viðmiðunartöflunni.