Bakfærsla frá tolli
Tollurinn sendir CUSTAR bakfærsluskeyti sem bakfærir áður sent CUSTAR skeyti. Þetta á eingöngu við um innflutningi.
Skeytið inniheldur upplýsingar um gjöld sem eru bakfærð.
EDI tegund:
Tegund svarskeytis frá tolli. Í þessu tilfelli: CUSTAR-BAK.
Númer skjals/skeytis:
Oftast fyllt út með sendingarnúmeri tollskýrslu.
Kennitala:
Kennitala aðila á svarskeytinu.
Afhendingarheimild afturkölluð:
Fyllist með dagsetningu ef CUSTAR skeytið er afturkallað
Dagsetning skeytis:
Dagsetning og tími sem EDI skeytið var búið til hjá tollinum.
Tilvísunarnúmer SMT-leyfishafa:
Tilvísunarnúmer frá tolli, inniheldur alltaf tollskýrslunúmer.
Gjaldalínur
Gjaldalínur í bakfærslu eru þær sömu og í CUSTAR sem var sent í upphafi. Gjaldalínur eru svo settar inn á innkaupakreditreikning hjá tollstjóra eftir innlestur og bókað í mínus sem kostnaðarauka fyrir aðflutningsgjöld og fjárhagsreikning fyrir VSK til tolls. Þannig verður skuldfærslan leiðrétt.
Sjá nánari lýsingu hér
Staða tollskýrslu:
Staða tollskýrslu breytist sjálfkrafa í Bakfærsla og það þarf að leiðrétta tollskýrsluna og senda aftur til tolls til að fá skuldfærslu aftur.