Hoppa yfir í efni

Dreifa brúttóþyngd

Ef brúttóþyngd er ekki skráð á vöruspjaldinu þá er hægt að skrá heildarbrúttóþyngd fyrir sendinguna og láta kerfið dreifa á tollskýrslulínur. Sömuleiðis með nettóþyngd.

alt text

Dreifing

Dreifa á:

Hægt er að velja hvort dreifa eigi þyngd á tollskýrslulínur eftir upphæð eða jafnt á línur. Erfist frá stillingum tollakerfis.

Heildarþyngd:

Heildarbrúttóþyngd fyrir tollskýrslu sem á að dreifa.

Útreikningur nettóþyngdar:

3 möguleikar eru í boði: Engin, 90% af brúttó, útfrá innsleginni þyngd og erfist út frá stillingum tollakerfis.

Ef valmöguleikinn Engin er valinn þá mun dreifingin á brúttóþyngd ekki hafa áhrif á nettóþyngd sem er þegar skráð á tollskýrslulínu. Ef 90% af brúttó er valið þá mun kerfið endurreikna nettóþyngd sem 90% af brúttóþyngd á hverja tollskýrslulínu. Ef Eftir innsleginni nettóþyngd er valið þá dreifist nettóþyngdin á tollskýrslulínum skv. heildarnettóþyngdinni sem er slegin inn.

Samtals nettóþyngd:

Heildarnettóþyngd fyrir tollskýrslu sem á að dreifa.

Línur

Sleppa línu:

Haka á í þennan reit ef tollskýrslulínan er með skráða ákveðna brúttóþyngd og kerfið á því ekki að dreifa á hana.

Tollnúmer:

Tollnúmer á tollskýrslulínu.

Vörulýsing:

Vörulýsing á tollskýrslulínu.

Fjöldi:

Fjöldi á tollskýrslulínu.

Upphæð í gjaldmiðli skýrslu:

Upphæð á tollskýrslulínu.

Nettóþyngd (kg):

Nettóþyngd (kg) á tollskýrslulínu.

Brúttóþyngd (kg):

Brúttóþyngd á tollskýrslulínu. Ef brúttóþyngd á línu er minni en nettóþyngd merkist línan í rauðu. Hægt er að þá að leiðrétta brúttóþyngd handvirkt og merkja að sleppa línunni í dreifingunni.

Aðgerðir

Reikna þyngdardreifingu:

Kerfið dreifir brúttóþyngd úr reitnum Heildarþyngd á allar tollskýrslulínur sem eru ekki með hak í Sleppa línu skv. upphæð eða jafnt á línu eftir því hvað var valið í reitnum Dreifa á.

Vista og loka:

Vista dreifingu og loka gluggann.

Endursetja á núverandi gildi:

Ef aðgerðin er valin eftir að notandinn hefur breytt þyngdinni í upprunalegt gildi þá færir kerfið dreifingargildi aftur inn.

Endursetja á upprunalegu gildi:

Ef aðgerðin er valin, þá verða upprunalegu gildin úr innkaupapöntun sett aftur á tollskýrslulínurnar.

Opna í excel:

Hægt er að opna línunar í excel.