Bókuð tollkýrsla
Um er að ræða innflutningstollskýrsluspjald þegar tollskýrsla er bókuð.
Almennt:
Nr.:
Númer lánardrottins vegna innflutnings.
Skýrsla nr.:
Númer tollskýrslu áður en hún var bókuð.
Tegund:
Tegund tollskýrslu, í þessu tilfelli Innflutningur.
Bókunardagsetning:
Dagsetning sem tollskýrsla var bókuð.
Gerð tollskýrslu:
Kerfið skilgreinir hvort um venjulega skýrslu eða leiðréttingu sé að ræða.
Bókaðir innkaupareikningar:
Bókaðir innkaupareikningar tengdir tollskýrslu. Getur verið innkaupareikningur vegna aðflutningsgjalda eða vöru.
Bókaðir innkaupakreditreikningar:
Bókaðir innkaupakreditreikningar tengdir tollskýrslu. Getur verið innkaupakreditreikningur vegna aðflutningsgjalda eða vöru.
Aðilar:
Nr. sendanda:
Númer lánardrottins vegna innflutnings. Þegar númer lánardrottins er valið fyllast sjálfkrafa út næstu reitir með upplýsingum úr lánardrottinsspjaldi.
Kennitala sendanda:
Kennitala lánardrottins vegna innflutnings. Er sjálfkrafa fyllt út með 0000000000 vegna EDI skeytis til tolls.
Nafn sendanda:
Nafn lánardrottins vegna innflutnings.
Heimilisfang sendanda:
Heimilisfang lánardrottins vegna innflutnings.
Borg sendanda:
Borg lánardrottins vegna innflutnings.
Póstnúmer sendanda:
Póstnúmer lánardrottins vegna innflutnings.
Land sendanda:
Land lánardrottins vegna innflutnings.
Viðtakandi:
Allir reitir undir kafla Viðtakandi eru fyllt út sjálkrafa út frá stofngögnum innflytjanda.
Starfsmaður:
Starfsmaður sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.
Kennitala starfsmanns:
Kennitala starfsmanns sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.
Tölvupóstur starfsmanns:
Tölvupóstur starfsmanns sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.
Símanúmer starfsmanns:
Símanúmer starfsmanns sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.
Skýrsla
Viðskiptasvæði:
Viðskiptasvæði á tollskýrslu. Til dæmis EU fyrir innflutning frá Evrópu.
Tegund tollafgreiðslu:
Tegund tollafgreiðslu á tollskýrslu. T.d. AL fyrir venjulegar innflutningssendingar og HS fyrir hraðsendingar. Ef tegund tollafgreiðslu er HS þarf að fylla inn í viðmiðunardagsetningu fyrir tollgengi.
Númer tollafgreiðslu:
Segir til um hvort um afgreiðslu eitt eða tvö er að ræða.
Tilvísunarnúmer:
Fyllist sjálfkrafa inn með tollskýrslunúmeri þegar tollskýrslan er stofnuð.
Viðskiptaland (innkaupsland):
Fyllist sjálfkrafa inn með landi innflytjanda.
Útflutningsland:
Fyllist sjálfkrafa inn með landi sendanda.
Sendingarnúmer:
Þarf að færa inn handvirkt, númerið má finna á tilkynningu frá farmflytjanda.
Farmskrárnúmer:
Sjálfkrafa fyllt inn með síðustu fjórum stöfum af sendingarnúmeri en farmskrárnúmerið er á tilkynningu frá farmflytjanda. Ef um póstsendingu er að ræða á að skila farmskrárnúmeri tómu.
Afhendingarskilmálar:
Hér á að velja afhendingarskilmála miðað við reikning frá sendanda.
Afhendingarstaður:
Hér á að færa inn afhendingarstað vöru (getur ýmist verið erlendis ef um EXW eða FOB er að ræða, eða á Íslandi ef um CIF eða DDP er að ræða).
Upphæðir
Gjaldmiðill heildarupphæðar:
Gjaldmiðilskóti á tollskýrslu, erfist frá innkaupapöntunum sem hafa verið settar á tollskýrslu.
Heildarupphæð reiknings:
Heildarupphæð reiknings, reiknast út frá vörulínum á innkaupapöntunum sem hafa verið settar á tollskýrslu.
Brúttóþyngd:
Brúttóþyngd sendingar, reiknast út frá brúttóþyngd í tollskýrslulínum. Hún þarf að stemma við tilkynninguna frá farmflytjanda og er alltaf námunduð upp í heiltölu.
Magn:
Stykkjatala send til tolls. Hún þarf að stemma við tilkynningu frá farmflytjanda.
Flutningskostnaður:
Upphæð flutningskostnaðar.
Gjaldmiðill flutningskostnaðar:
Gjaldmiðill flutningskostnaðar.
Flutningskostnaður 2:
Upphæð flutningskostnaðar 2.
Gjaldmiðill flutningskostnaðar 2:
Gjaldmiðill flutningskostnaðar 2.
Annar kostnaður:
Upphæð annars kostnaðar.
Gjaldmiðill annars kostnaðar:
Gjaldmiðill annars kostnaðar.
Annar kostnaður 2:
Upphæð annars kostnaðar 2.
Gjaldmiðill annars kostnaðar 2:
Gjaldmiðill annars kostnaðar 2.
Vátrygging:
Upphæð vátryggingar.
Gjaldmiðill vátryggingar:
Gjaldmiðill vátryggingar.
Aðrar upplýsingar
Gámanúmer:
Hak kemur sjálfkrafa ef gámanúmer er skráð í tollskýrslulínu.
Nr. flugfylgibréfs:
Færa inn flugfylgibréfsnúmer, er á tilkynningu frá farmflytjanda.
Viðtökunúmer póstssendinga:
Fært inn viðtökunúmer póstssendinga ef um póstssendingu er að ræða. Kerfið kemur með villumeldingu ef sendingarnúmerið byrjar á P og vantar að fylla inn viðtökunúmer póstssendinga. Það er hægt að skrá fleiri viðtökunúmer á tollskýrslua og kerfið birtir fjölda þeirra í reitnum.
Viðmiðunardagsetning:
Viðmiðunardagsetning tollgengis fyrir póstssendinga.
Flutningsmáti yfir landamæri:
Flutningsmáti yfir landamæri, t.d. 40 fyrir loftflutning.
Vörugeymsla:
Vöruhús þar sem varan er geymd, oftast hjá farmflytjanda.
Tegund viðskipta:
Tegund viðskipta, oftast 1: Með greiðslu.
Kóti vöruhúss:
Vöruhús þar sem varan er geymd, oftast hjá farmflytjanda.
Línur
Vörunúmer:
Vörunúmer vöru á tollskýrslulínu.
Birgðafærslur:
Birgðafærslur bókaðar út frá tollskýrslulínu.
Vörulýsing:
Lýsing á vöru, erfist frá innkaupapöntunum.
Tollnúmer:
Tollskrárnúmer vöru. Erfist frá vöruspjaldinu ef það er fyllt út, annars er hægt að fylla út í tollskýrslulínu.
Vöruverð:
Verð vöru, erfist frá innkaupapöntun en hægt að breyta skv. vörureikningi.
Fjöldi:
Fjöldi vöru, erfist frá innkaupapöntun en hægt að breyta skv. vörureikningi.
Mælieining:
Mælieining fyllist út sjálfkrafa með réttum kóða viðurkenndum af tolli. Hægt er að mappa mælieiningum sem eru notaðar í innkaupum við þær sem eru notaðar hjá tolli. Sjá nánari lýsingu hér.
Línunúmer til tolls:
Línunúmer til tolls fyllist sjálfkrafa út þegar tollskýrslan er villuathuguð. Hún sýnir línunúmer í skeytinu til tolls ef margar línur sameinast vegna sama tollskrárnúmers og upprunalandi.
Merki og númer:
Merki og númer erfast frá sniðmáti en hægt að breyta skv. vörureikningi.
Gámanúmer:
Gámanúmer á tollskýrslulínu, þarf að vera 11 stafa langt.
Nettóþyngd (kg):
Nettóþyngd (kg) fyllist sjálfkrafa inn út frá innkaupapöntun og vöruspjaldi en hægt er að breyta skv. vörureikningi. Það má færa inn 3 aukastafi.
Brúttóþyngd (kg):
Brúttóþyngd (kg) fyllist sjálfkrafa inn út frá innkaupapöntun og vöruspjaldi en hægt er að breyta skv. vörureikningi. Það má færa inn 3 aukastafi.
Verðmætisyfirlýsing (va-lykill):
Va-lykill á tollskýrslulínu, erfist frá sniðmáti.
Leyfi:
Hægt er að skrá leyfi, bönn og undanþágur per tollskýrslulínu. Ef tilvísunarnúmer hefur verið skráð í leyfistöflunni þá erfist það í þessum reit. Sjá leyfislista undir Stofngögn - Leyfi.
Magntölur:
Magntölur erfast sjálfkrafa frá tollskrárnúmeri. Magn erfist frá nettóþyngd þegar um NET er að ræða. Það má færa inn 3 aukastafi. Það þarf að fylla inn handvirkt skv. vörureikningi þegar um aðrar magntölur er að ræða (t.d. LIT og PRO). Sjá nánari lýsingu hér.
Upprunaland:
Fylla inn með upprunalandi vöru skv. vörureikningi.
Tegund tolls:
Tegund tolls er reiknuð út frá tollskrárnúmeri og upprunalandi á línunni.
Hlutfall pappa þekkt:
Ef hakað er í þennan reit verður PP1 valið á tollskýrslulínu og það þarf að fylla inn í næsta reit "Þyngd pappaumbúða (kg)" skv. vörureikningi. Það gildir líka þegar á að skilgreina að það sé enginn pappi (PPX). Ef það er ekki hakað í þennan reit mun kerfið velja PP2 og áætla þyngd pappaumbúða þegar tollskýrslan er prentuð og/eða send til tolls. Þessi reitur fyllist sjálfkrafa frá vöruspjaldinu ef upplýsingar hafa verið tilgreindar þar.
Þyngd pappaumbúða (kg):
Þyngd pappaumbúða á tollskýrslulínu ef um PP1 eða PPX er að ræða.
Hlutfall plasts þekkt:
Ef hakað er í þennan reit verður valið PL1 á tollskýrslulínu og það þarf að fylla inn í næsta reit "Þyngd plastumbúða (kg)" skv. vörureikningi. Það gildir líka þegar á að skilgreina að það sé ekkert plast (PLX). Ef það er ekki hakað í þennan reit þá mun kerfið velja PL2 og áætla þyngd plastumbúða þegar tollskýrslan er prentuð og/eða send til tolls. Þessi reitur fyllist sjálfkrafa frá vöruspjaldinu ef upplýsingar hafa verið tilgreindar þar.
Þyngd plastumbúða (kg):
Þyngd plastumbúða á tollskýrslulínu ef um PL1 eða PLX er að ræða.
Reikningsnúmer lánardrottins:
Fyllist sjálfkrafa inn út frá innkaupapöntun.
Pöntunarnr.:
Pöntunarnúmer á bak við tollskýrslulínu.
Pöntunarlínunr.:
Pöntunarlínunúmer á bak við tollskýrslulínu.
Magn pöntunar (stofn):
Magn i tollskýrslulínu fyrir þessa innkaupapantanalína.
Samtals magn pöntunar (stofn):
Samtals magn á pöntunarlína á bak við tollskýrslulínu.
Magn móttekið (stofn):
Samtals magn móttekið fyrir þessa tollskýrslulínu. Hægt er að smella á fjölda og þá opnast bókaðar innk.móttökulínur.
Móttökulínur:
Fjöldi móttökulína fyrir tollskýrslulínu. Hægt er að smella á fjölda og þá opnast bókaðar innk.móttökulínur.
Allt móttekið:
Kerfið setur hak í þessum reit ef allt magnið á tollskýrslulínu hefur verið móttekið.
Reikningslínur:
Fjöldi reikningslína fyrir tollskýrslulínu. Hægt er að smella á fjölda og þá opnast bókaðar innk.reikningslínur.
Kóti tollkvóta:
Hægt er að skrá tollkvóta sem á að nota á tollskýrslulínu.
Tollkvóti notaður (kg):
Magn notað af tollkvóta notað. Er fyllt út sjálfkrafa frá nettóþyngd á línunni.
Núverandi tollmeðferð:
Núverandi tollmeðferð erfist frá sniðmáti, t.d. 40 fyrir loftflutninga.
Fyrrverandi tollmeðferð:
Er notað eingöngu ef um er að ræða innflutning á sendingu sem var áður flutt út.
Tilvísunarnúmer fyrrverandi tollmeðferðar:
Er notað ef um er að ræða innflutning á sendingu sem var áður flutt út. Þá er fært inn númer útflutningsskýrslu.
Tollkvóti:
Er eingöngu notaður ef varan sem er flutt inn ber tollkvóta.
Samskiptaloggur:
Upplýsingakassi sem sýnir EDI samskipti fyrir tollskýrsluna, hvort sem um er að ræða skeyti til tolls eða frá tolli.
Dagsetningarstimpill:
Segir til um hvenær (dagsetning og tími) skeytið var sent til tolls eða lesið inn frá tolli.
EDI tegund:
Segir til um hvaða tegund skeytis er loggað. Til dæmis CUSDEC fyrir skeyti til tolls.
Átt samskipta:
Segir til um hvort skeytið var á leiðinni inn eða út til tolls.
Nýjustu villur í tolli:
EDI tegund:
Segir til um hvaða tegund EDI svars er að ræða (t.d. CUSGER, CUSERR eða CUSDOR).
Kóti villu:
Kóti villu sem er send frá tolli í skeytinu.
Lýsing villu:
Stutt lýsing af villu sem er send frá tolli í skeytinu. Villulista er hægt að finna undir Stofngögn - Villukótar.
Aðgerðir á bókaða tollskýrslu:
Leiðrétta:
Sjá nánari lýsingu hér
Tollsvör:
Sjá nánari lýsingu hér
Villur frá tolli:
Opnar lista yfir allar villur sem hafa borist frá tolli fyrir þessa tollskýrslu, þó svo nýtt skeyti hafi borist seinna.
Prenta prófunarskýrslu:
Sjá nánari lýsingu hér.
Opna verðbreytingabók:
Opnar verðbreytingabók fyrir vörur sem eru í tollskýrslulínum.
Tollkvótafærslur:
Opnar tollkvótafærslur fyrir tollskýrslu. já nánari lýsingu hér.
Aðgerðir á bókaða tollskýrslulínu:
Birgðafærslur:
Opnar birgðafærslur á bak við bókaða tollskýrslulínu.
Virðisfærslur:
Opnar virðisfærslur á bak við bókaða tollskýrslulínu.