Hoppa yfir í efni

Stillingar tollakerfis

Í þennan glugga eru settar inn allar stillingar tollakerfis og EDI samskipta við toll.

alt text

Almennt

Kennitölureitur lánardrottins:

Segir til um hvaða reitur á lánardrottnaspjaldi inniheldur kennitölu.

Innflutningur virkur:

Ef hak er í þessum reit þá er innflutningstollakerfi virkur í gagnagrunni og útflutningurinn sést ekki.

Útflutningur virkur:

Ef hak er í þessum reit þá er útflutningstollakerfi virkur í gagnagrunni og innflutningurinn sést ekki.

Nota sem tollmiðlari:

Ef hak er sett í þennan reit þá virkar tollakerfið fyrir tollmiðlara.

Afhendingarþjónusta

Segir til um hvaða þjónusta er notuð til að senda EDI skeyti til tolls, Deloitte, Unimaze eða Annað. Slóðir vefþjónustu hér að neðan breytast sjálfkrafa fyrir Deloitte og Unimaze.

Afhendingar codeunit:

Hér er hægt að taka fram það codeunit sem á að sjá um skeytasendingar til og frá tolli. Fær sjálfkrafa gildi frá afhendingaþjónustu ef Deloitte eða Unimaze er valið en hægt er að breyta því ef Annað er valið.

Nota EDI þýðanda:

Á alltaf að vera Já.

Er LS Central

Ef tollakerfið er sett upp í LS Central verður að haka í hér vegna stafasetts.

Skýrsla

Númerasería - Innflutningur:

Númerasería sem á að nota fyrir innflutningstollskýrslur.

Bókuð númerasería - Innflutningur:

Númerasería sem á að nota fyrir bókuðu innflutningstollskýrslu.

Uppfæra upprunaland frá skýrslu:

Hægt er að velja að uppfæra upprunaland á vöruspjaldi út frá tollskýrslulínu. Möguleikarnir eru: Nei, Alltaf, Ef tómt (sem þýðir að upprunaland á vöruspjaldi er eingöngu uppfært út frá tollskýrslulínu ef reiturinn er tómur).

Uppfæra brúttóþyngd frá skýrslu:

Hægt er að velja að uppfæra brúttóþyngd á vöruspjaldi út frá tollskýrslulínu. Möguleikarnir eru: Nei, Alltaf, Ef tómt (sem þýðir að brúttóþyngd á vöruspjaldi er eingöngu uppfærð út frá tollskýrslulínu ef reiturinn er tómur).

Uppfæra tollnúmer frá skýrslu:

Hægt er að velja að uppfæra kóta tollflokks á vöruspjaldi út frá tollskýrslulínu. Möguleikarnir eru: Nei, Alltaf, Ef tómt (sem þýðir að kóti tollflokks á vöruspjaldi er eingöngu uppfærður út frá tollskýrslulínu ef reiturinn er tómur).

Númerasería - Útflutningur:

Númerasería sem á að nota fyrir útflutningstollskýrslur.

Bókuð númerasería - Útflutningur:

Númerasería sem á að nota fyrir bókuðar útflutningstollskýrslur.

Þyngdardreifing af tollskýrsluspjaldi virk:

Ef hakað er í þennan reit þá mun brúttó- og/eða nettóþyngd í tollskýrsluhaus dreifast sjálfkrafa á tollskýrslulínur þegar hún er slegin inn.

Dreifing nettóþyngdar :

3 möguleikar eru í boði: Engin, 90% af brúttó, útfrá innsleginni þyngd.

Ef valmöguleikinn Engin er valinn þá mun dreifingin á brúttóþyngd ekki hafa áhrif á nettóþyngd sem er þegar skráð á tollskýrslulínu. Ef 90% af brúttó er valið þá mun kerfið endurreikna nettóþyngd sem 90% af brúttóþyngd á hverju tollskýrslulínu. Ef Útfrá innsleginni þyngd er valið þá er hægt að dreifa nettóþyngdinni á tollskýrslulínur skv. heildarnettóþyngd sem er skráð í haus.

alt text

Sjálfgefin gildi kostnaðar

Vátrygging

Sjálfgefin prósenta tryggingar:

Hér á að skrá prósentu tryggingar sem á að nota á tollskýrslu, oftast 1%.

Sjálfgefinn gjaldmiðill tryggingar:

Hér á að skrá gjaldmiðil tryggingar sem á að nota á tollskýrslu, oftast ISK.

Stofna innkaup á tryggingum út frá skýrslu:

Hægt er að velja hvort á að stofna innkaup út frá tollskýrslu fyrir vátryggingu.

Númer vátryggingar:

Fjárhagslykill fyrir bókun á vátryggingu.

Lánardrottinn vátryggingar:

Lánardrottinn fyrir bókun á vátryggingu.

Flutningur

Stofna innkaup á flutningskosnaði útfrá skýrslu:

Hægt er að velja hvort á að stofna innkaup út frá tollskýrslu fyrir flutningskostnaðinn

Sjálfgefinn kostnaðarauki flutningskostnaðar:

Kostnaðarauki sem á að vera notaður sjálfkrafa fyrir bókun flutningskostnaðar.

Sjálfgefinn kostnaðarauki flutningskostnaðar 2:

Kostnaðarauki sem á að vera notaður sjálfkrafa fyrir bókun flutningskostnaðar 2.

Sjálfgefinn lánardrottinn flutningskostnaðar :

Lánardrottinn sem á að vera notaður sjálfkrafa fyrir bókun flutningskostnaðar.

Sjálfgefinn lánardrottinn flutningskostnaðar 2 :

Lánardrottinn sem á að vera notaður sjálfkrafa fyrir bókun flutningskostnaðar 2.

Annar

Stofna innkaup á öðrum kostnaði útfrá skýrslu:

Hægt er að velja hvort stofna á innkaup út frá tollskýrslu fyrir annan kostnað.

Sjálfgefinn kostnaðarauki annars kostnaðar:

Kostnaðarauki sem á að vera notaður sjálfkrafa fyrir bókun annars kostnaðar.

Sjálfgefinn kostnaðarauki annars kostnaðar 2 :

Kostnaðarauki sem á að vera notaður sjálfkrafa fyrir bókun annars kostnaðar 2.

Sjálfgefinn lánardrottinn annars kostnaðar :

Lánardrottinn sem á að vera notaður sjálfkrafa fyrir bókun annars kostnaðar.

Sjálfgefinn lánardrottinn annars kostnaðar 2 :

Lánardrottinn sem á að vera notaður sjálfkrafa fyrir bókun annars kostnaðar 2.

alt text

Vefþjónusta

Slóð á dispatcher/vefþjónustu:

Slóð 1 fyrir vefþjónustu. Ef um Deloitte er að ræða er þetta Dispatcher slóðin.

Slóð á browser/vefþjónustu:

Slóð 2 fyrir vefþjónustu. Ef um Deloitte er að ræða er þetta Browser slóðin. Ónotað af Unimaze.

Notendanafn:

Notendanafn fyrir vefþjónustu.

Lykilorð:

Lykilorð fyrir vefþjónustu.

EDI

X400 pósthólf mitt:

Hér á að skrá upplýsingar um X400 pósthólf innflytjanda.

EAN kennitala mín:

Hér á að skrá kennitölu innflytjanda tengt pósthólfinu.

X400 pósthólf tollsins:

Hér á að skrá upplýsingar um X400 pósthólf tollsins.

EAN kennitala tolls:

Hér á að skrá kennitölu tollsins (6501881019).

EDI miðlari:

Þessar upplýsingar eru veittar af Deloitte/Unimaze. Hér á að færa: SKOT-UT

EDI staðall:

Þessar upplýsingar eru veittar af Deloitte/Unimaze. Hér á að færa: SD.96A

EDI tilvísunarskrá:

Þessar upplýsingar eru veittar af Deloitte/Unimaze. Hér á að færa: CUSDEC96.REF

EDI vörpunarskrá:

Þessar upplýsingar eru veittar af Deloitte/Unimaze. Hér á að færa: CUSDEC96.MAP

EDI prófanamerki:

Hakað á í EDI prófunarmerki ef á að senda EDI skeyti í prófunarumhverfi tollsins.

alt text

Úrvinnsla tollsvara

Kostnaðarauki vöru:

Hér á að færa inn kostnaðarauka sem á að nota fyrir aðflutningsgjöld til að bóka þau ofan á innkaupsverð vöru.

Dreifing á úthlutuðum kostnaðarauka:

Hér á að velja hvernig á að dreifa úthlutuðum kostnaðarauka. Möguleikarnir eru: Eftir upphæð, Jafnt, eftir þyngd og eftir rúmmáli. Þetta gildi verður svo notað við dreifingu á úthlutuðum kostnaðarauka fyrir aðflutningsgjöld.

Lánardrottinn tolls:

Nr. lánardrottins fyrir tollstjóra, er notað til að búa til innkaupareikning á tollstjóra fyrir aðflutningsgjöld.

VSK fjárhagsreikningur:

Fjárhagsreikningur fyrir bókun VSK til tolls. Sjá nánari lýsingu hér.

Nafn færslubókarsniðmáts:

Ef á að bóka VSK í færslubók þarf að stilla heiti færslubókarsniðsmáts sem kerfið á að nota.

Nafn færslubókarbunka:

Ef á að bóka VSK í færslubók þarf að stilla heiti færslubókarbunka sem kerfið á að nota.

Færa VSK línur í færslubók:

Ef hakað er í þennan reit mun VSK til tolls færast í færslubók sem var valið hér að ofan þegar skuldfærsla berst frá tollinum. Ef ekki, þá verður VSK til tolls bætt við sem línu á innkaupareikning á tollstjóra með hinum aðflutningsgjöldum.

Reikningsnúmer lánardrottins:

Þessi reitur ákveður hvernig reikningsnúmer lánardrottins á að vera fyllt út á innkaupareikningi fyrir aðflutningsgjöld. Möguleikarnir eru: tómt, sendingarnúmer, tollskýrslunúmer.

Við móttöku á skuldfærslu:

Þessi reitur ákveður hvað kerfið á að gera við móttöku á skuldfærslu frá tolli. Möguleikarnir eru: Gera ekkert, Búa til innkaupaskjöl (búa til innkaupareikning á tollsjóra fyrir aðflutningsgjöld), Búa til og bóka innkaupaskjöl (búa til innkaupareikning á tollsjóra fyrir aðflutningsgjöld og bóka hann sjálfkrafa).

Tollar á handvirkt skráðar línur:

Möguleikarnir eru: Alltaf fjárhagsreikningur eða Kostnaðarauki á aðrar línur skýrslu þar sem hægt er.

Ef valið er fjárhagsreikningur alltaf þá eru tollagjöld skráð á fjárhagsreikning fyrir línur án vörunúmers eða tengingu við pöntun/móttöku. Ef valið er kostnaðarauki þar sem hægt er þá eru tollagjöld skráð sem kostnaðarauki á hinar línurnar á skýrslunni ef þær eru með vörunúmeri eða tengingu við pöntun/móttöku. Ef valið er kostnaðarauki þar sem hægt er þá eru tollagjöld skráð á fjárhagsreikning ef það eru engar aðrar línur með vörunúmer eða tengdar pöntun/móttöku á skýrslunni.

Þetta hefur ekki áhrif á þær tollskýrslulínur sem eru tengdar pöntun og hafa móttökur. Kostnaðarauki er alltaf notaður fyrir þær.

Fjárhagsreikningur tolla:

Hér skal tilgreina fjárhagsreikning sem er notaður fyrir bókun aðflutningsgjalda þegar um tollmiðlara er að ræða.

alt text

Gengi

Tollgengi gilt frá:

Tímabilið sem tollgengi gildir. Er alltaf ein vika eða 1V.

Slóð tollgengis:

Slóð til að sækja tollgengi hjá tollinum. Er alltaf: https://vefskil.tollur.is/tollalinan/gengi/Innflutningur.aspx

Tollkvótar

Kostnaðarauki tollkvóta

Kostnaðarauki notaður fyrir bókun á tollkvóta til að uppfæra kostnaðarverð innfluttrar vöru.

Fjárhagsreikningur tollkvóta:

Fjárhagsreikningur notaður fyrir bókun á tollkvóta.

Fjárhagsreikningur ónotaðs tollkvóta:

Fjárhagsreikningur notaður fyrir bókun á ónotaðum tollkvóta (afskriftir).

Nafn færslubókarsniðmát tollkvóta:

Færslubókarsniðmát sem kerfið á að nota til að bóka notkun tollkvóta.

Nafn færslubókabunka tollkvóta:

Færslubókarbunki sem kerfið á að nota til að bóka notkun tollkvóta.

Úthluta tollkvóta sjálfkrafa:

Ef hakað er í þessum reit þá úthlutast tollkvótinn sjálfkrafa á tollskýrslu.

Slóðir gagnapakka

Slóðir gagnapakka eru notuð til að sækja öll stofngögn tollakerfis í skýinu.

Gagnapakki stofngagna tolls:

Slóð til að sækja stofngögn tolls. Er alltaf: https://rdndevdemodata.blob.core.windows.net/tollakerfi/PackageSTOFNGOGNTOLLS.rapidstart

Slóð tollskráargagna:

Slóð til að sækja tollskrá: https://rdndevdemodata.blob.core.windows.net/tollakerfi/PackageSTOFNGOGNTOLLS.rapidstart

Slóð tollskráarlýsinga:

Slóð til að sækja lýsingu á tollskrám: https://rdndevdemodata.blob.core.windows.net/tollakerfi/TariffNumberDescriptions080421.txt

Aðgerðir:

Lesa inn gögn frá tolli:

Hægt er að lesa inn öll svarskeyti frá tolli í þessum glugga.

Prófa tengingu:

Með því að velja þessa aðgerð, staðfestir kerfið hvort tengingin næst við vefþjónustu.