Hoppa yfir í efni

Búa til innkaupareikning út frá CUSTAR

Þegar skuldfærslan er komin frá tolli er hægt að búa til innkaupareikning fyrir aðflutningsgjöld. Innkaupareikningur er stofnaður með tollstjóra sem lánardrottni og aðflutningsgjöld sem kostnaðarauka. Ef tollskýrslan var fyllt út með lánardrottni og kostnaðarauka fyrir flutningskostnað, annan kostnað og vátryggingu, þá stofnast sjálfkrafa í leiðinni flutningsgjalda- og vátryggingareikningar sem úthlutast á vörurnar eins og aðflutningsgjöld.

alt text

Upplýsingar

Nr. lánardrottins:

Kennitala hjá tollstjóra.

Heiti lánardrottins:

Lýsing á tollstjóra.

Reikningsnr. lánardrottins:

Er fyllt sjálfkrafa út með sendingarnúmeri frá tollskýrslu.

Línur:

Gerð:

Gerð er alltaf Gjald(vara) sem er kostnaðarauki sem leggst á birgðir.

Nr.:

Númer á gjaldi (vara) er sótt í stillingum tollakerfis.

Lýsing/athugasemd:

Er fyllt út sjálfkrafa með lýsingu Aðflutningsgjöld til tolls.

Magn:

Magn er alltaf 1.

Innk. verð án VSK.

Upphæð aðflutningsgjalds.

Magn til úthlutunar:

Er alltaf 1 og tengist sjálfkrafa vörumóttöku á bak við tollskýrslulínu.

Úthlutað magn:

Er alltaf 1 og tengist sjálfkrafa vörumóttöku á bak við tollskýrslulínu.