Hoppa yfir í efni

Dreifa þyngd á tollskýrslu

Hægt er að dreifa bæði brúttó- og nettóþyngd á tollskýrslu og er því stýrt frá stillingum tollakerfis.

  1. Í stillingum tollakerfis þarf að stilla hvort á að dreifa þyngd sjálfvirkt (hak í reitnum Þyngdardreifing af tollskýrsluspjaldi virk) eða hvort notandinn vill sjá dreifingu fyrst og samþykkja hana svo. alt text
  2. Hvort sem á að dreifa nettóþyngd sjálfvirkt eða ekki, þarf að stilla í kerfinu hvernig á að dreifa nettóþyngd og það er stillt í reitnum Dreifing nettóþyngdar í stillingum tollakerfis. alt text
  3. Ef aldrei á að reikna nettóþyngd út frá brúttóþyngd, þá er valið Engin Ef á að reikna nettóþyngd sem 90% af brúttóþyngd, þá er valið 90% af brúttó. Ef á að dreifa nettóþyngd skv. samtals nettóþyngd í haus, þá er valið Útfrá innsleginni þyngd.
  4. Á tollskýrslu er svo hægt að slá inn heildarbrúttóþyngd og heildarnettóþyngd sem á að dreifa á tollskýrslulínurnar.
  5. Ef dreifing á þyngd er ekki stillt sem sjálfvirk þá þarf að smella á töluna í reitnum Brúttóþyngd og þá opnast Dreifing brúttóþyngdar á skýrslu. Sjá nánari lýsingu hér
  6. Ef dreifing á þyngd er stillt sem sjálfvirk þá er hægt að fylla inn brúttóþyngd og/eða nettóþyngd í flipanum Upphæðir og kerfið dreifir sjálfkrafa á tollskýrslulínurnar. alt text