Hoppa yfir í efni

Útflutningstollskýrsla

Um er að ræða útflutningstollskýrsluspjald sem er hjarta kerfisins.

alt text

Almennt

Nr.:

Númer tollskýrslu.

Staða:

Staða tollskýrslu. Möguleikar eru: Opin, Send, Á villu, Skuldfært, Útflutningsheimild.

Gerð tollskýrslu:

Kerfið skilgreinir hvort um venjulega skýrslu er að ræða eða leiðréttingu.

Villur:

Kerfið safnar saman villum á tollskýrslu þegar aðgerðin "Villuathuga skýrslu" er valin. Hægt er að opna undirsíðu til að skoða villur. Sjá nánari lýsingu hér.

Stofnað af notanda:

Notandakenni Microsoft Dynamics 365 Business Central notanda sem bjó til tollskýrslu.

Dags. stofnað:

Dagsetning sem tollskýrsla var stofnuð.

Tími stofnað:

Tími sem tollskýrsla var stofnuð.

Síðast breytt af notanda:

Notandakenni Dynamics 365 Business Central notanda sem breytti tollskýrslu.

Síðast breytt dagsetning:

Dagsetning sem tollskýrslu var breytt.

Síðast breytt tími:

Tími sem tollskýrslu var breytt.

Send af notanda:

Notandakenni Dynamics 365 Business Central notanda sem sendi tollskýrslu á EDI til tolls.

Send dagsetning:

Dagsetning sem tollskýrsla var send á EDI til tolls.

Send tími:

Tími sem tollskýrsla var send á EDI til tolls.

Bókaðir sölureikningar:

Bókaðir sölureikningar tengdir tollskýrslu.

Aðilar

Sendandi:

Allir reitir undir kafla "Sendandi" eru fylltir út sjálkrafa úr stofngögnum útflytjanda.

Nr. viðtakanda:

Númer viðskiptamanns vegna útflutnings. Þegar númer viðskiptamanns er valið fyllast sjálfkrafa út næstu reitir með upplýsingum úr viðskiptamannaspjaldi.

Nafn viðtakanda:

Nafn viðskiptamanns vegna útflutnings.

Kennitala viðtakanda:

Kennitala viðskiptamanns vegna útflutnings. Er sjálfkrafa fyllt út með 0000000000 vegna EDI skeytis til tolls.

Heimilisfang viðtakanda:

Heimilisfang viðskiptamanns vegna útflutnings.

Borg viðtakanda:

Borg viðskiptamanns vegna útflutnings.

Póstnúmer viðtakanda:

Póstnúmer viðskiptamanns vegna útflutnings.

Land viðtakanda:

Land viðskiptamanns vegna útflutnings.

Starfsmaður:

Starfsmaður sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.

Kennitala starfsmanns.

Kennitala starfsmanns sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.

Tölvupóstur starfsmanns:

Tölvupóstur starfsmanns sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.

Símanúmer starfsmanns:

Símanúmer starfsmanns sem bjó til tollskýrslu og mun senda í sínu nafni til tolls.

Skýrsla

alt text

Viðskiptasvæði:

Viðskiptasvæði á tollskýrslu. Er t.d. EX fyrir útflutning til Evrópu.

Tegund tollafgreiðslu:

Tegund tollafgreiðslu á tollskýrslu. T.d. AL fyrir venjulegar innflutningssendingar og HS fyrir hraðsendingar. Ef tegund tollafgreiðslu er HS þarf að fylla inn í viðmiðunardagsetningu fyrir tollgengi.

Númer tollafgreiðslu:

Segir til um hvort um afgreiðslu 1 eða 2 er að ræða.

Tilvísunarnúmer:

Fyllist sjálfkrafa inn með tollskýrslunúmeri þegar tollskýrsla er stofnuð.

Viðskiptaland (innkaupsland):

Fyllist sjálfkrafa inn með landi viðtakanda.

Ákvörðunarland:

Fyllist sjálfkrafa inn með landi viðtakanda.

Sendingarnúmer:

Þarf að færa inn handvirkt. Er fundið á tilkynningu frá farmflytjanda.

Farmskrárnúmer:

Sjálfkrafa fyllt inn með síðustu 4 stöfum af sendingarnúmeri en farmskrárnúmer finnst á tilkynningu frá farmflytjanda. Ef um póstssendingu er að ræða á að skila farmskrárnúmeri tómu.

Afhendingarskilmálar:

Hér á að velja afhendingarskilmála m.v. reikning frá sendanda.

Afhendingarstaður:

Hér á að færa inn afhendingarstað vöru (getur ýmist verið erlendis ef um CIF eða DDP er að ræða eða á Íslandi ef um EXW eða FOB er að ræða ).

Upphæðir

Gjaldmiðill heildarupphæðar:

Gjaldmiðilskóti á tollskýrslu. Erfist frá bókuðum sölureikningum sem hafa verið settar á tollskýrslu.

Heildarupphæð reiknings:

Heildarupphæð reiknings, reiknast út frá vörulínum á bókuðum sölureikningum sem hafa verið settar á tollskýrslu.

Heildarupphæð reiknings m/gjöldum:

Heildarupphæð reiknings að viðbættum gjöldum skv. afhendingaskilmála.

Dagsetning tollgengis:

Tollgengisdagsetning á tollskýrslunni.

Tollgengi:

Tollgengi á tollskýrslunni.

Brúttóþyngd:

Brúttóþyngd sendingar. Reiknast út frá brúttóþyngd í tollskýrslulínum. Þarf að stemma við tilkynningu frá farmflytjanda og er alltaf námundað upp í heiltölu. Ef brúttóþyngd er ekki skráð á tollskýrslulínum er hægt að ýta á reitinn til að skrá heildarbrúttóþyngd og láta kerfið dreifa á tollskýrslulínur eftir verðmæti. Sjá nánari lýsingu hér.

Stykkjatala (fjöldi umbúðaeininga):

Stykkjatala (fjöldi umbúðaeininga) send til tolls. Þarf að stemma við tilkynningu frá farmflytjanda.

Flutningskostnaður:

Upphæð flutningskostnaðar.

Gjaldmiðill flutningskostnaðar:

Gjaldmiðill flutningskostnaðar.

Flutningskostnaður 2:

Upphæð flutningskostnaðar 2.

Gjaldmiðill flutningskostnaðar 2:

Gjaldmiðill flutningskostnaðar 2.

Annar kostnaður:

Upphæð annars kostnaðar.

Gjaldmiðill annars kostnaðar:

Gjaldmiðill annars kostnaðar.

Annar kostnaður 2:

Upphæð annars kostnaðar 2.

Gjaldmiðill annars kostnaðar 2:

Gjaldmiðill annars kostnaðar 2.

Vátrygging:

Upphæð vátryggingar. Ef vátrygging % er tilgreind reiknast upphæðin út frá afhendingarskilmála og vöruverði auk flutningskostnaðar.

Vátrygging %:

Vátryggingar %, oftast er notað 1%.

Gjaldmiðill vátryggingar:

Gjaldmiðill vátryggingar.

Aðrar upplýsingar

alt text

Gámanúmer:

Hak kemur sjálfkrafa ef gámanúmer er skráð í tollskýrslulínu.

Nr. flugfylgibréfs:

Færa inn flugfylgibréfsnúmer. Er fundið á tilkynningu frá farmflytjanda.

Viðtökunúmer póstssendinga:

Færa inn viðtökunúmer póstssendinga ef um póstssendingu er að ræða. Kerfið kemur með villu ef sendingarnúmerið byrjar á P og vantar að fylla inn viðtökunúmer póstssendinga. Það er hægt að skrá fleiri viðtökunúmer á tollskýrslu og kerfið birtir þá fjölda þeirra í reitnum.

Viðmiðunardagsetning:

Viðmiðunardagsetning tollgengis fyrir póstssendinga.

Flutningsmáti yfir landamæri:

Flutningsmáti yfir landamæri, t.d. 10 fyrir sjóflutninga.

Land flutningsfars:

Land flutningsfars á tollskýrslu.

Vörugeymsla:

Vöruhús þar sem vara er geymd, oftast hjá farmflytjanda.

Tegund viðskipta:

Tegund viðskipta, oftast 1: með greiðslu.

Kóti vöruhúss:

Eingöngu notað fyrir transit skýrslur skv. kóta frá tollinum.

EUR leyfi á allar línur:

Hægt er að skrá EUR leyfisnúmer eða yfirlýsingu sem mun gilda á öllum tollskýrslulínum.

Sniðmát:

Tilgreinir sniðmát sem var notað til að stofna tollskýrslu.

Línur

Vörunúmer:

Vörunúmer vöru frá bókuðu sölureikningi.

Vörulýsing:

Lýsing á vöru. Erfist frá bókuðum sölureikningi.

Tollnúmer:

Tollskrárnúmer vöru. Erfist frá vöruspjaldi ef það er fyllt út, annars er hægt að fylla beint út í tollskýrslulínu.

Vöruverð:

Verð vöru. Erfist frá bókuðum sölureikningi en hægt að breyta.

Upprunalegur gjaldmiðill:

Gjaldmiðill vörulínu í bókuðu sölureikningi.

Upphæð í ISK:

Umreiknuð upphæð í ISK.

Upphæð í gjaldmiðli skýrslu:

Umreiknuð upphæð í gjaldmiðli skýrslu.

Fjöldi:

Fjöldi vara. Erfist frá bókuðu sölureikningi en hægt að breyta.

Mælieining:

Mælieining fyllist út sjálfkrafa með réttum kóða viðurkenndum af tolli. Hægt er að mappa mælieiningum sem notaðar eru í innkaupum við þær sem eru notaðar hjá tolli. Sjá nánari lýsingu hér.

Línunúmer til tolls:

Línunúmer til tolls fyllist sjálfkrafa þegar tollskýrsla er villuathuguð. Hún sýnir línunúmer í skeytinu til tolls ef margar línur sameinast vegna sama tollskrárnúmers og upprunalandi.

Merki og númer:

Merki og númer erfast frá sniðmáti en hægt að breyta..

Gámanúmer:

Gámanúmer á tollskýrslulínu, þarf að vera 11 stafa langt.

Nettóþyngd (kg):

Nettóþyngd (kg) fyllist sjálfkrafa inn út frá bókuðu sölureikningi og vöruspjaldi en hægt er að breyta.. Það má færa inn 3 aukastafi.

Brúttóþyngd (kg):

Brúttóþyngd (kg) fyllist sjálfkrafa inn út frá bókuðu sölureikningi og vöruspjaldi en hægt er að breyta. Það má færa inn 3 aukastafi.

Verðmætisyfirlýsing (va-lykill):

Va-lykill á tollskýrslulínu, erfist frá sniðmáti.

Leyfi:

Hægt er að skrá leyfi, bönn og undanþágur per tollskýrslulínu. Ef tilvísunarnúmer hefur verið skráð í leyfistöflu þá erfist það í þessum reit. Sjá leyfislista undir Stofngögn - Leyfi.

Magntölur:

Magntölur erfast sjálfkrafa frá tollskrárnúmeri. Magn erfist frá nettóþyngd þegar um NET er að ræða. Það má færa inn 3 aukastafi. Það þarf að fylla inn handvirkt þegar um aðrar magntölur er að ræða (t.d. LIT og PRO). Sjá nánari lýsingu hér.

Upprunaland:

Fylla inn með upprunaland vöru skv. vörureikningi.

Reikningsnúmer lánardrottins:

Fyllist sjálfkrafa inn út frá innkaupapöntun.

Tegund tilvísunarskjals:

Tegund tilvísunarskjals alltaf Reikningur.

Línunúmer tilvísunar:

Línunúmer tilvísunarskjals fyllist sjálfkrafa út frá línunúmeri í sölureikningi.

Núverandi tollmeðferð:

Núverandi tollmeðferð erfist frá sniðmáti, t.d. 10 fyrir sjóflutninga.

Samskiptaloggur:

Upplýsingakassi sem sýnir EDI samskipti fyrir tollskýrslu, hvort sem um skeyti til tolls eða frá tolli er að ræða.

Dagsetningarstimpill:

Segir til um hvenær (dagsetning og tími) skeyti var sent til tolls eða lesið inn frá tolli.

EDI tegund:

Segir til um hvaða tegund skeytis er loggað. T.d. CUSDEC fyrir skeyti til tolls.

Átt samskipta:

Segir til um hvort skeytið var á leiðinni inn eða út til tolls.

Nýjustu villur í tolli

EDI tegund:

Segir til um hvaða tegund EDI svars er að ræða (t.d. CUSGER, CUSERR eða CUSDOR).

Kóti villu:

Kóti villu sem er send frá tolli í skeyti.

Lýsing villu:

Stutt lýsing af villu sem er send frá tolli í skeyti. Villulista er hægt að finna undir Stofngögn - Villukótar.

Bókaðar sölureikningar

Í þessum glugga er hægt að sjá allar tengdar bókaðar sölureikningar við tollskýrslu.

Nr.:

Númer bókaða sölureiknings.

Samtals magn:

Samtals magn á bókuðu sölureikningi.

Fjarlægja:

Fjarlægja bókuðu sölureikningi úr tollskýrslu.

Aðgerðir á tollskýrslu

Bæta bókaðan sölureikning við skýrslu:

Sjá nánari lýsingu hér.

Endurreikna skýrslu:

Ef upplýsingum á tollskýrslu er breytt frá þeim upplýsingum sem eru í tengdum bókuðum sölureikningum eða öfugt þá birtir kerfið tilkynningu um ósamræmi. Til að fá tollskýrslu til að stemma við bókuðu sölureikningi aftur þarf að velja aðgerðina "Endurreikna skýrslu" og þá uppfærist skýrslan skv. bókuðu sölureikningi.

Villuathuga skjal:

Sjá nánari lýsingu hér.

Senda skýrslu til tolls:

Sjá nánari lýsingu hér.

Sækja svar frá tolli:

Sjá nánari lýsingu hér.

Skoða þjappaðar línur:

Sjá nánari lýsingu hér.

Bóka útflutningstollskýrslu:

Sjá nánari lýsingu hér.

Leiðrétta:

Sjá nánari lýsingu hér.

Prenta prófunarskýrslu:

Sjá nánari lýsingu hér.

Tollsvör:

Sjá nánari lýsingu hér.

Bókaðar sölureikningar:

Bókaðar sölureikningar tengdar tollskýrslu. Hægt að sjá númer á tollskýrslulínum. Sjá nánari lýsingu hér.

Allar villur frá tolli:

Opnar lista yfir allar villur sem hafa borist frá tolli þó svo ný skeyti hafa borist seinna.

Aðgerðir á línu

Skoða vöru:

Opnar vöruspjald frá línu.

Skoða tollnúmer:

Opnar tollskrá viðeigandi tollflokks.