Hoppa yfir í efni

Útreikningur kostnaðarverðs vöru

Hér er lýst hvernig kostnaðarverð vöru reiknast út frá innkaupsverði og aðflutningsgjöldum.

Útreikningur

Birgðafærsla eftir bókun innkaupapöntunar:

alt text

Birgðafærsla sýnir magn og dagsetningu vöru sem var móttekin. Það er ekki fyrr en innkaupapöntun er reikningsfærð sem kostnaðarverð myndast út frá innkaupsverði.

Kostnaðarupphæð (raunveruleg) er það sama og innkaupsverð áður en aðflutningsgjöld leggjast á vöru.

Virðisfærslur eftir bókun aðflutningsgjalda:

alt text

Aðflutningsgjöld eru bókuð á innkaupareikning hjá tollstjóra. Þeim er úthlutað á vörur í innkaupamöttöku þannig að þau skiptast hlutfallslega eftir verðmæti vöru.

Kostnaðarupphæð (raunveruleg) vöru verður þá innkaupsverð + kostnaðarauki vegna aðflutningsgjalda.

Leiðréttingar:

Ef bakfærsla á aðflutningsgjöldum berst verður til innkaupakreditreikningur hjá tollstjóra og þannig núllast kostnaðaraukar þangað til nýr reikningur er bókaður.