Hoppa yfir í efni

Búa til innflutningstollskýrslu sem miðlari

Hér verður lýst ferlinu við að búa til innflutningstollskýrslu sem tollmiðlari.

1. Búa til nýja tollskýrslu með aðstoð:

Sjá nánari lýsingu hér

Tollskýrslan fyllist sjálfkrafa út með alls konar upplýsingum út frá sniðmáti og innkaupapöntunum.

2. Klára tollskýrslu:

Hægt er að nota villuathugun á tollskýrslu til að sjá strax hvað vantar í hana. Sjá nánari lýsingu hér

Þegar tollskýrslan er orðin villulaus er hægt að prenta prófunarskýrslu til að sjá hvernig hún kemur út. Sjá nánari lýsingu hér

3. Senda tollskýrslu til tolls:

Ef engar villur eru á tollskýrslu þá sendist hún til vefþjónustu Deloitte og þaðan til tolls. Sjá nánari lýsingu hér

4. Sækja tollsvör:

Hægt er að setja upp innlestur á tollsvörum sjálfkrafa með verkraðarafærslu. Sjá nánari lýsingu hér

Þegar tollsvarið hefur verið sótt vinnur kerfið úr því. Sjá nánari lýsingu hér

5. Bóka innkaupareikning vegna aðflutningsgjalda ef viðskiptavinur er ekki með tollkrít:

Innkaupareikningur vegna aðflutningsgjalda er ýmist stofnaður sjálfkrafa (athuga stillingar tollakerfis) eða nota aðgerðina Búa til innkaupareikning út frá CUSTAR. Sjá nánari lýsingu hér

Innkaupareikningslínur endurspegla gjaldalínur í tollsvarinu CUSTAR. Sjá nánari lýsingu hér

6. Bóka tollskýrslu:

Þegar ferlinu er lokið, tollskýrslan er með stöðu skuldfærð er óhætt að bóka tollskýrslu. Bókunin er í raun að setja tollskýrslu í geymslu. Sjá nánari lýsingu hér