Hoppa yfir í efni

Nota tollkvóta á tollskýrslu

Hér verður útskýrt hvenær hægt er að nota tollkvóta á tollskýrslu.

  1. Skrá tollkvóta í kerfinu. Sjá nánari lýsingu hér
  2. Búa til innkaupapöntun með vöru sem eru með tollflokk innan tollkvótans. alt text
  3. Búa til tollskýrslu út frá innkaupapöntuninni og í tollskýrslulínu, velja tollkvótann. Kerfið fyllir svo sjálft magn á tollkvótanum út frá nettóþyngd á tollskýrslulínu. alt text
  4. Klára tollskýrsluna og senda til tolls.
  5. Þegar skuldfærslan berst eru tollagjöld felld niður af tolli en kerfið býr til innkaupareikning á skattinn sem endar á 0. Inn í er kostnaðurinn vegna notkunar tollkvótans bókaður sem kostnaðarauki á innkaupamóttöku en jafnað út strax á fjárhagsreikningnum sem tilgreindur er í stillingum tollakerfis. alt text
  6. Þegar tollskýrslan er bókuð, bókast allar tengdar innkaupareikningar og kostnaður við tollkvótann bókast á viðeigandi birgðafærslu. Tollkvótafærslan skráist á tollkvótann með stöðunni Bókað. alt text